Mælir með að sveitarstjórn veiti framkvæmdaleyfi um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2020 16:30 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Með þeirri veglínu færist Vestfjarðavegur af tveimur hálsum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi, og liggur í staðinn um láglendi. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um leyfi fyrir Vestfjarðavegi samkvæmt leið Þ-H, það er um Teigsskóg. Tveir nefndarmenn af þremur, þau Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Eiríkur Kristjánsson, samþykktu að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar en Ingimar Ingimarsson oddviti sat hjá. Í fundargerð kemur fram að umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi, sem dagsett er 16. desember 2019, fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. „Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar í austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdirnar. Lagðar eru fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps um framkvæmdaleyfisumsókn. Brugðist hefur verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir ennfremur að framkvæmdir séu í samræmi við Aðalskipulag Reykhólahrepps og gögn uppfylli þær kvaðir sem komi fram í reglugerð um framkvæmdaleyfi. Líklegt þykir að sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykki framkvæmdaleyfið á fundi sínum næstkomandi þriðjudag. Sú ákvörðun er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri vonaðist til þess í viðtali 22. janúar 2019, þegar Reykhólahreppur samþykkti Teigsskógarleiðina, að framkvæmdir gætu hafist á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um leyfi fyrir Vestfjarðavegi samkvæmt leið Þ-H, það er um Teigsskóg. Tveir nefndarmenn af þremur, þau Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Eiríkur Kristjánsson, samþykktu að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar en Ingimar Ingimarsson oddviti sat hjá. Í fundargerð kemur fram að umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi, sem dagsett er 16. desember 2019, fylgi hönnunargögn og aðrar upplýsingar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir Þorskafjörð með þverun á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. „Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar í austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku fyrir framkvæmdirnar. Lagðar eru fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps um framkvæmdaleyfisumsókn. Brugðist hefur verið við umsögnum með tillögum að frekari skilmálum fyrir framkvæmdum,“ segir í fundargerð nefndarinnar. Þar segir ennfremur að framkvæmdir séu í samræmi við Aðalskipulag Reykhólahrepps og gögn uppfylli þær kvaðir sem komi fram í reglugerð um framkvæmdaleyfi. Líklegt þykir að sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykki framkvæmdaleyfið á fundi sínum næstkomandi þriðjudag. Sú ákvörðun er kæranleg til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri vonaðist til þess í viðtali 22. janúar 2019, þegar Reykhólahreppur samþykkti Teigsskógarleiðina, að framkvæmdir gætu hafist á vormánuðum 2020, eins og heyra má hér í frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45 Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26 Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð "Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel." 28. janúar 2019 14:45
Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15. október 2019 18:26
Sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg Vegagerðin sótti í dag um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps til lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Svo langt hefur þessi umdeilda vegagerð aldrei áður náð í undirbúningsferli. 16. desember 2019 19:56