ESPN hefur sett í loftið myndband af bardaga Conor McGregor og Donald „Cowboy“ Cerrone sem var í styttri kantinum.
Þeir mættust í bardaga í Las Vegas þann 18. janúar síðastliðinn en það var fyrsti bardagi Írans síðan hann tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í október árið 2018.
Kúrekinn var enginn fyrirstaða fyrir Conor sem kláraði bardagann á 40 sekúndum. Hann virðist ná að brjóta nefið á Cerrone með öxlinni mjög snemma og eftir það á Kúrekinn ekki möguleika.
Þegar 40 sekúndur voru liðnar gat Herb Dean dómari ekki annað en stöðvað bardagann.
Sport