Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem var réttindalaus við akstur. Hann var einnig með barn í bílnum og var málið tilkynnt barnaverndaryfirvöldum, samkvæmt dagbók lögreglunnar.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn á mótorhjóli vegna gruns um réttindaleysi.
Þá var einn maður handtekinn vegna eignarspjalla og líkamsárásar og annar, sem var í annarlegu ástandi, fyrir húsbrots.