Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð Þorláksson hjá SA. Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira