Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2020 14:00 Vinícius Júnior kom Real Madrid á bragðið gegn Barcelona í gær. vísir/getty Cristiano Ronaldo sá sína gömlu félaga í Real Madrid vinna Barcelona, 2-0, í El Clásico í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Ronaldo snýr aftur á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf Real Madrid sumarið 2018. Ronaldo og félagar hans í Juventus áttu að mæta Inter í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni í gær en leiknum var frestað vegna kórónuveirunnar. Ronaldo nýtti tækifærið og skellti sér til Madrídar til að sjá sitt gamla lið spila. Vinícius Júnior og Mariano Díaz skoruðu mörk Real Madrid í leiknum. Sá síðarnefndi fagnaði eins og Ronaldo eftir að hafa komið Real Madrid yfir á 71. mínútu. Portúgalinn var greinilega ánægður og klappaði fyrir Brassanum úr stúkunni. Vinícius Júnior really did the Ronaldo celebration while he was watching in the stands. 19-years old and balling. pic.twitter.com/fGgiLj50VO— Football Tweet (@Football__Tweet) March 1, 2020 Markið sem Vinícius Júnior skoraði gegn Barcelona í gær má sjá hér fyrir neðan. Ronaldo lék með Real Madrid á árunum 2009-18 og skoraði 450 mörk í 438 fyrir liðið. Hann er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid. Vinícius Júnior er einn þeirra sem átti að taka við keflinu hjá Real Madrid eftir að Ronaldo hvarf á braut. Hann hefur skorað fjögur mörk í 27 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Með sigrinum í gær komst Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með eins stigs forskot á Barcelona þegar tólf umferðir eru eftir. Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Cristiano Ronaldo sá sína gömlu félaga í Real Madrid vinna Barcelona, 2-0, í El Clásico í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Ronaldo snýr aftur á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf Real Madrid sumarið 2018. Ronaldo og félagar hans í Juventus áttu að mæta Inter í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni í gær en leiknum var frestað vegna kórónuveirunnar. Ronaldo nýtti tækifærið og skellti sér til Madrídar til að sjá sitt gamla lið spila. Vinícius Júnior og Mariano Díaz skoruðu mörk Real Madrid í leiknum. Sá síðarnefndi fagnaði eins og Ronaldo eftir að hafa komið Real Madrid yfir á 71. mínútu. Portúgalinn var greinilega ánægður og klappaði fyrir Brassanum úr stúkunni. Vinícius Júnior really did the Ronaldo celebration while he was watching in the stands. 19-years old and balling. pic.twitter.com/fGgiLj50VO— Football Tweet (@Football__Tweet) March 1, 2020 Markið sem Vinícius Júnior skoraði gegn Barcelona í gær má sjá hér fyrir neðan. Ronaldo lék með Real Madrid á árunum 2009-18 og skoraði 450 mörk í 438 fyrir liðið. Hann er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid. Vinícius Júnior er einn þeirra sem átti að taka við keflinu hjá Real Madrid eftir að Ronaldo hvarf á braut. Hann hefur skorað fjögur mörk í 27 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Með sigrinum í gær komst Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með eins stigs forskot á Barcelona þegar tólf umferðir eru eftir.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45
Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30
Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30