Bændur loka búum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2020 19:15 Bændur fá rekstrarvörur frá Landstólpa á vörubrettum heim til sín þar sem brettið er skilið eftir að bóndinn kemur síðar og losar brettið. Hér eru þau Elsa og Steingrímur Jónsson, starfsmenn Landstólpa við vörubretti bóndans á Núpstúni í Hrunamannahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja engar heimsóknir til sín. Fóður og aðföng fyrir skepnur koma á vörubrettum og eru sett fyrir utan gripahúsin þannig að bóndinn hitti ekki þann, sem kemur með vörurnar. Núpstún í Hrunamannahreppi er dæmi um sveitabæ þar sem allar heimsóknir hafa verið bannaðar og engin af bænum tekur á móti vörum eða fóðri í skepnurnar þegar það kemur, brettið er skilið eftir við fjósið, bóndinn kemur og losar það eftir að maðurinn á flutningabílnum er farin. Allt er þetta gert vegna kórónuveirunnar. Landstólpi er fyrirtæki í uppsveitum Árnessýslu sem þjónustar bændur. „Við teljum að við getum komist á móts við bændur með því að lágmarka smithættuna og færa þeim þær rekstrarvörur heim á hlað sem þeir þurfa, nokkurskonar snertilaus viðskipti. Við gerum það glöð því við teljum það akkúrat okkar ábyrgð að gera það vegna þess að við erum öll saman í þessu“, segir Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri hjá Landstólpa.Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri Landstólpa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elsa segir að það sé brjálað að gera hjá starfsfólki Landstólpa að finna til vörur fyrir bændur og keyra þær heim að bæjum en starfsfólkið hitti ekki undir neinum kringumstæðum bændur eða þeirra starfsfólk. Hún segir að einhverjir bændur séu farnir að loka búunum sínum. „Já, það er bara svoleiðis, þeir vilja ekki heimsóknir og þeir vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir. Þetta er partur af því vegna þess að nauðsynleg aðföng eru alltaf nauðsynleg, þar að segja bændur þurfa þau aðföng hverju sinni til að halda búinu gangandi og samfélaginu líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bændur eru farnir að loka búum sínum og vilja engar heimsóknir til sín. Fóður og aðföng fyrir skepnur koma á vörubrettum og eru sett fyrir utan gripahúsin þannig að bóndinn hitti ekki þann, sem kemur með vörurnar. Núpstún í Hrunamannahreppi er dæmi um sveitabæ þar sem allar heimsóknir hafa verið bannaðar og engin af bænum tekur á móti vörum eða fóðri í skepnurnar þegar það kemur, brettið er skilið eftir við fjósið, bóndinn kemur og losar það eftir að maðurinn á flutningabílnum er farin. Allt er þetta gert vegna kórónuveirunnar. Landstólpi er fyrirtæki í uppsveitum Árnessýslu sem þjónustar bændur. „Við teljum að við getum komist á móts við bændur með því að lágmarka smithættuna og færa þeim þær rekstrarvörur heim á hlað sem þeir þurfa, nokkurskonar snertilaus viðskipti. Við gerum það glöð því við teljum það akkúrat okkar ábyrgð að gera það vegna þess að við erum öll saman í þessu“, segir Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri hjá Landstólpa.Elsa Ingjaldsdóttir, gæðastjóri Landstólpa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Elsa segir að það sé brjálað að gera hjá starfsfólki Landstólpa að finna til vörur fyrir bændur og keyra þær heim að bæjum en starfsfólkið hitti ekki undir neinum kringumstæðum bændur eða þeirra starfsfólk. Hún segir að einhverjir bændur séu farnir að loka búunum sínum. „Já, það er bara svoleiðis, þeir vilja ekki heimsóknir og þeir vilja alls ekki utanaðkomandi heimsóknir. Þetta er partur af því vegna þess að nauðsynleg aðföng eru alltaf nauðsynleg, þar að segja bændur þurfa þau aðföng hverju sinni til að halda búinu gangandi og samfélaginu líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira