Tókst nokkuð sem engum hefur áður tekist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 14:00 Lewandowski fagnaði vel og innilega er sigurinn var í höfn enda hans fyrsti Meistaradeildartitill. Julian Finney/Getty Image Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni. Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni.
Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira