Framlengja dvöl sína á Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 15:30 Jadon Sancho og Tammy Abraham verða að öllum líkindum í landsliðshópi Southgate sem mætir til Íslands. Robin Jones/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00