ESPN: Man. City að skoða það að kaupa Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi var bæði með yfir tuttugu mörk og tuttugu stoðsendingar fyrir Barcelona í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Rafael Marchante Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira