Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:51 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. Formaður Neytendasamtakanna segir að fundur með forsvarsmönnum Icelandair sé áætlaður nú um mánaðamótin þar sem þessi mál verða rædd. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við fréttastofu að öll ferðatengd Covid-mál sem komin voru á borð samtakanna í páskafríinu hafa verið orðinn rúmlega 800 talsins. Síðan þá hafi þeim einungis fjölgað. Af þeim málum séu nú nokkur hundruð mál sem tengist Icelandair. Til standi að forsvarsmenn Icelandair fundi með Neytendasamtökunum nú um mánaðamótin til að ræða þessi mál. „Fyrir sumarfrí áttum við fund með forsvarsmönnum Icelandair þar sem okkur var tjáð að þeir myndu stefna að því að um miðjan ágúst myndu þeir klára allar endurgreiðslur frá því fram að lokum maí sem þeir áttu eftir að greiða. Síðan ætla þeir að reyna að vinna upp hratt og örugglega það sem stendur út af,“ segir Breki. Gera sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins en ekki sé hægt að hnika rétti neytenda Elstu málin séu frá því í apríl. „Við töluðum um það á síðasta fundi sem var í júlí að við myndum hittast um þessi mánaðamót sem eru núna í næstu viku og fara aftur yfir stöðuna,“ segir Breki. Ekki hefur enn verið boðað til fundarins. „Þetta er á dagskrá og við munum hittast á næstunni og fara yfir stöðuna.“ „Við gerum okkur náttúrulega grein fyrir ákaflega erfiðri stöðu félagsins en það er ekki þar með sagt, þetta er skýlaus réttur neytenda og það er ekkert hægt að hnika því.“ „Hafi flug verið fellt niður þá hafa þeir skýlausan rétt á endurgreiðslu innan sjö daga. Okkar mat er það að dragist endurgreiðslan umfram það þá eigi þeir líka rétt á dráttarvöxtum. Þetta er fjárkrafa sem neytendur eiga inni hjá fyrirtækinu alveg eins og fyrirtæki eiga rétt á dráttarvöxtum dragist greiðslur frá einstaklingum,“ segir Breki. Oft fljótlegra að sækja um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum Ekki hefur komið til umræðu hvort til málaferla verði gripið. Neytendur geti hins vegar sótt um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum sem taki oft styttri tíma. „Þó að það taki ákveðinn tíma er það oft og tíðum, eins og staðan er núna, fljótlegra en að bíða eftir að Icelandair endurgreiði. Það geti þó tekið allt að tvo mánuði að afgreiða slík mál á þann hátt. „Það hefur oft og tíðum reynst öruggari leið fyrir fólk að fá endurgreitt. Þó tveir mánuðir hljómi langur tími þá hefur fólk verið að bíða mun lengur eftir endurgreiðslum frá Icelandair,“ segir Breki. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira
Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. Formaður Neytendasamtakanna segir að fundur með forsvarsmönnum Icelandair sé áætlaður nú um mánaðamótin þar sem þessi mál verða rædd. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við fréttastofu að öll ferðatengd Covid-mál sem komin voru á borð samtakanna í páskafríinu hafa verið orðinn rúmlega 800 talsins. Síðan þá hafi þeim einungis fjölgað. Af þeim málum séu nú nokkur hundruð mál sem tengist Icelandair. Til standi að forsvarsmenn Icelandair fundi með Neytendasamtökunum nú um mánaðamótin til að ræða þessi mál. „Fyrir sumarfrí áttum við fund með forsvarsmönnum Icelandair þar sem okkur var tjáð að þeir myndu stefna að því að um miðjan ágúst myndu þeir klára allar endurgreiðslur frá því fram að lokum maí sem þeir áttu eftir að greiða. Síðan ætla þeir að reyna að vinna upp hratt og örugglega það sem stendur út af,“ segir Breki. Gera sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins en ekki sé hægt að hnika rétti neytenda Elstu málin séu frá því í apríl. „Við töluðum um það á síðasta fundi sem var í júlí að við myndum hittast um þessi mánaðamót sem eru núna í næstu viku og fara aftur yfir stöðuna,“ segir Breki. Ekki hefur enn verið boðað til fundarins. „Þetta er á dagskrá og við munum hittast á næstunni og fara yfir stöðuna.“ „Við gerum okkur náttúrulega grein fyrir ákaflega erfiðri stöðu félagsins en það er ekki þar með sagt, þetta er skýlaus réttur neytenda og það er ekkert hægt að hnika því.“ „Hafi flug verið fellt niður þá hafa þeir skýlausan rétt á endurgreiðslu innan sjö daga. Okkar mat er það að dragist endurgreiðslan umfram það þá eigi þeir líka rétt á dráttarvöxtum. Þetta er fjárkrafa sem neytendur eiga inni hjá fyrirtækinu alveg eins og fyrirtæki eiga rétt á dráttarvöxtum dragist greiðslur frá einstaklingum,“ segir Breki. Oft fljótlegra að sækja um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum Ekki hefur komið til umræðu hvort til málaferla verði gripið. Neytendur geti hins vegar sótt um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum sem taki oft styttri tíma. „Þó að það taki ákveðinn tíma er það oft og tíðum, eins og staðan er núna, fljótlegra en að bíða eftir að Icelandair endurgreiði. Það geti þó tekið allt að tvo mánuði að afgreiða slík mál á þann hátt. „Það hefur oft og tíðum reynst öruggari leið fyrir fólk að fá endurgreitt. Þó tveir mánuðir hljómi langur tími þá hefur fólk verið að bíða mun lengur eftir endurgreiðslum frá Icelandair,“ segir Breki.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira
Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34
Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58
Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02