Spennan stigmagnast í Taívansundi Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 14:05 Frá heræfingu í Taívan. EPA/Ritchie B. Tongo Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. Yfirvöld í Taívan segja loftvarnarkerfi eyjunnar hafa miðað á orrustuþotur frá Kína, sem flogið var að eyjunni þegar Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Taívan í mánuðinum. Bandaríkin hafa sömuleiðis fjölgað heræfingum á svæðinu. Herskip var sent í gegnum Taívansund og flotaæfingar gerðar í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til. Þar að auki kvörtuðu Kínverjar í vikunni yfir því að bandarískri njósnaflugvél hefði verið flogið yfir svæði þar sem flotaæfingar eiga sér stað. Þessar heræfingar og skipasiglingar í samblandi við þá verulegu hnekki sem samband ríkjanna hefur orðið fyrir er óttast að deilan um Taívan gæti leitt til átaka milli ofurveldanna. Í rauninni standa nú þrjár mismunandi flotaæfingar yfir hjá Kína. Reuters ræddi við kínverska hernaðarsérfræðinginn Ni Lexiong en hann segir að þetta sé mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar standi í þremur flotaæfingum á sama tíma. Það sé til margs um það að hernaðaryfirvöld landsins séu að æfa getu þeirra í að berjast við óvini úr þremur mismunandi áttum. Til að mynda frá Taívan, Japan og Bandaríkjunum. „Sagnfræðilega séð, eru tíðar æfingar til marks um yfirvofandi stríð,“ sagði Ni. Með sífellt aukinni nútímavæðingu herafla Kína hafa Bandaríkjamenn sífellt meiri áhyggjur af því að kínverskir ráðamenn telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og þá sérstaklega að hernema Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Ef eitthvað, virðist sem að það viðhorf sé algengara í Bandaríkjunum. Kínverjum hafi vaxið ásmegin. „Þetta er mál sem nær ekki bara til Taívan og Bandaríkjanna. Ég get fært rök fyrir því að önnur sambærileg ríki á svæðinu horfi á það sem er að gerast í Kína með sífellt auknum áhyggjum,“ sagði hann. Sjá einnig: Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Heimildarmenn Reuters í Taívan segja að líkurnar á átökum hafi sjaldan verið meiri. Minnst einn þeirra vísaði til kínversks orðatiltækis um að hleypa óvart úr byssu við að pússa hana og að líkur á slysaskotum hafi hækkað með auknum vígbúnaði á svæðinu. Yfirvöld í Taívan birtu nýverið myndbönd af hermönnum landsins æfa varnir gegn innrás frá Kína. # # Posted by on Saturday, 22 August 2020 Í nýlegri grein sem James Winnefeld Jr., fyrrverandi flotaforingi og varaformaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, og Michael Morell, fyrrverandi starfandi yfirmaður CIA, skrifuðu, segja þeir að Bandaríkin þurfi að undirbúa sig fyrir átök við Kína. Því Kínverjar gætu hernumið Taívan á einungis þremur dögum. Þeir settu upp þá sviðsmynd að engin skýr niðurstaða fáist í forsetakosningum Bandaríkjanna í nóvember og að stjórnvöld Bandaríkjanna yrðu í raun lömuð. Undir yfirskini her- og flotaæfinga, sem haldnar eru reglulega á Taívansundi, gætu Kínverjar komið nægilegum herafla fyrir á svæðinu til skyndiárásar á Taívan. Þeir gætu hernumið Taívan og komist upp með það. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó byrjaðir að undirbúa möguleg átök við Kína. Í varnarstefnu ríkisins, sem opinberuð var í janúar 2018, kom fram að Bandaríkin ætluðu að leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og þess í stað einbeita sér að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Kína Bandaríkin Taívan Japan Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. Yfirvöld í Taívan segja loftvarnarkerfi eyjunnar hafa miðað á orrustuþotur frá Kína, sem flogið var að eyjunni þegar Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Taívan í mánuðinum. Bandaríkin hafa sömuleiðis fjölgað heræfingum á svæðinu. Herskip var sent í gegnum Taívansund og flotaæfingar gerðar í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til. Þar að auki kvörtuðu Kínverjar í vikunni yfir því að bandarískri njósnaflugvél hefði verið flogið yfir svæði þar sem flotaæfingar eiga sér stað. Þessar heræfingar og skipasiglingar í samblandi við þá verulegu hnekki sem samband ríkjanna hefur orðið fyrir er óttast að deilan um Taívan gæti leitt til átaka milli ofurveldanna. Í rauninni standa nú þrjár mismunandi flotaæfingar yfir hjá Kína. Reuters ræddi við kínverska hernaðarsérfræðinginn Ni Lexiong en hann segir að þetta sé mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar standi í þremur flotaæfingum á sama tíma. Það sé til margs um það að hernaðaryfirvöld landsins séu að æfa getu þeirra í að berjast við óvini úr þremur mismunandi áttum. Til að mynda frá Taívan, Japan og Bandaríkjunum. „Sagnfræðilega séð, eru tíðar æfingar til marks um yfirvofandi stríð,“ sagði Ni. Með sífellt aukinni nútímavæðingu herafla Kína hafa Bandaríkjamenn sífellt meiri áhyggjur af því að kínverskir ráðamenn telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og þá sérstaklega að hernema Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Ef eitthvað, virðist sem að það viðhorf sé algengara í Bandaríkjunum. Kínverjum hafi vaxið ásmegin. „Þetta er mál sem nær ekki bara til Taívan og Bandaríkjanna. Ég get fært rök fyrir því að önnur sambærileg ríki á svæðinu horfi á það sem er að gerast í Kína með sífellt auknum áhyggjum,“ sagði hann. Sjá einnig: Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Heimildarmenn Reuters í Taívan segja að líkurnar á átökum hafi sjaldan verið meiri. Minnst einn þeirra vísaði til kínversks orðatiltækis um að hleypa óvart úr byssu við að pússa hana og að líkur á slysaskotum hafi hækkað með auknum vígbúnaði á svæðinu. Yfirvöld í Taívan birtu nýverið myndbönd af hermönnum landsins æfa varnir gegn innrás frá Kína. # # Posted by on Saturday, 22 August 2020 Í nýlegri grein sem James Winnefeld Jr., fyrrverandi flotaforingi og varaformaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, og Michael Morell, fyrrverandi starfandi yfirmaður CIA, skrifuðu, segja þeir að Bandaríkin þurfi að undirbúa sig fyrir átök við Kína. Því Kínverjar gætu hernumið Taívan á einungis þremur dögum. Þeir settu upp þá sviðsmynd að engin skýr niðurstaða fáist í forsetakosningum Bandaríkjanna í nóvember og að stjórnvöld Bandaríkjanna yrðu í raun lömuð. Undir yfirskini her- og flotaæfinga, sem haldnar eru reglulega á Taívansundi, gætu Kínverjar komið nægilegum herafla fyrir á svæðinu til skyndiárásar á Taívan. Þeir gætu hernumið Taívan og komist upp með það. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó byrjaðir að undirbúa möguleg átök við Kína. Í varnarstefnu ríkisins, sem opinberuð var í janúar 2018, kom fram að Bandaríkin ætluðu að leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og þess í stað einbeita sér að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.
Kína Bandaríkin Taívan Japan Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00
Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41