Lífið samstarf

Meiri fjölbreytni og úrval hjá Einn, tveir og elda

Einn tveir og elda
Bruchetta kjúklingaréttur frá Einn tveir og elda
Bruchetta kjúklingaréttur frá Einn tveir og elda

Einn tveir og elda fer inn í haustið með breyttum áherslum og auknu úrvali fyrir viðskiptavininn. Nú geta viðskiptavinir valið frá tveimur og upp í allt að fimm rétti í matarpakkann sinn fyrir vikuna.

Fyrirtækið hefur fundið fyrir stóraukinni eftirspurn eftir heimsendri matvöru, sérstaklega í ljósi aðstæðna í samfélaginu undanfarna mánuði.

„Það er alveg ljóst að fólk vill fækka búðarferðunum og auka þægindi og öryggi í leiðinni og því ákváðum við að fara inn í haustið með enn fleiri valkosti, og bjóðum við viðskiptavinum okkar nú að velja frá tveimur máltíðum í allt að fimm máltíðir hverju sinni, allt eftir hentugleika hvers og eins, og auðvitað höldum við áfram að bjóða viðskiptavinum okkar eins hagstæð verð og mögulegt er“, segir Jenný hjá Einn tveir og elda.

Cajunþorskur með magnósalsa

Líkt og mörgum er kunnugt hefur fyrirtækið haft fjölbreytni og úrval að leiðarljósi og geta viðskiptavinir valið réttina sem þeim líst best á í sinn matarpakka.

„Við höfum fundið fyrir mikilli ánægju frá fólki að geta valið réttina í matarpakkann sinn og við vitum flest að það getur verið misjafnlega mikið að gera hjá fólki. Því fannst okkur þörf á því að viðskiptavinurinn geti valið fleiri máltíðir ef þeir sjá til dæmis fram á að vera mikið heima í komandi viku og jafnframt að þeir geti fækkað máltíðum þegar það hentar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.