Arnór Guðjohnsen stalst til að spila og kom Íslandi yfir á móti Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:30 Mynd af Arnóri Guðjohnsen að koma Íslandi yfir á móti Englandi var á forsíðu Tímans eins og sjá má hér. Skjámynd/Tíminn af timarit.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var yfir í leiknum í meira en 45 mínútur þegar Englendingar voru síðast í Laugardalnum fyrir næstum því fjórum áratugum síðan. Arnór Guðjohnsen mátti í raun ekki spila með íslenska landsliðinu þegar Englendingar mættu síðast í Laugardalinn árið 1982 en stalst til þess og skoraði gott mark. Enska landsliðið hefur einu sinni áður spilað í Laugardalnum og það var fyrir meira en 38 árum síðan. Íslenska pressan var himinlifandi með frammistöðu íslensku landsliðsstrákanna í leiknum. Það var heil myndaröð af marki Arnórs á síðum DV.Skjámynd/DV af timarit.is Ísland mætir Englandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur en þetta er fyrsti leikur þjóðanna í Laugardalnum frá því í júní 1982. Englendingar náðu þá að jafna metin í seinni hálfleik eftir að Arnór Guðjohnsen hafði komið Íslandi í 1-0 á 23. mínútu. Arnór Guðjohnsen var þarna nýlega búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt en hafði engu að síður spilað sem atvinnumaður með Lokoren í Belgíu í að verða fjögur ár. Þetta var níundi landsleikur Arnórs og hann var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Markið skoraði Arnór eftir laglegan undirbúning frá Lárusi Guðmundssyni sem var þarna nýbúinn með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Þeir höfðu báðir stigið fyrstu skrefin í efstu deild saman með Víkingsliðinu sumarið 1978. „Íslenska liðið lék mjög vel, og verðskuldaði svo sannarlega þessi úrslit. Það var ekkert vanmat hjá okkur til. Við vissum vel að íslenska liðið var sterkt og gat leikið vel. Það er enginn landsleikur auðveldur. Þessi úrslit hljóta að verða lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu,“ sagði Bobby Robson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann stýrði enska liðinu í leiknum. Landsliðsþjálfarinn Ron Greenwood var með hinn hópinn í Finnlandi þar sem enska landsliðið spilað við finnska landsliðið daginn eftir. Leikmennirnir í leiknum á Íslandi voru þeir leikmenn sem voru að berjast um síðustu sætin í HM-hópnum. Íslenska knattspyrnusambandið sannfærði það enska um að skrá þennan leik sem A-landsleik þótt að Englendingar hafi ekki verið með sína bestu menn í þessum leik. Þetta var því fyrsti A-landsleikur Íslands og Englands. Bobby Robson átti síðan eftir að taka við enska landsliðinu eftir HM 1982 og undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM á Ítalíu átta árum síðar. Umfjöllun Þjóðviljans um leik Íslands og Englands var með annað sjónarhorn á mark Arnórs.Skjámynd/Þjóðviljinn af timarit.is „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég skoraði" sagði Arnór Guðjohnsen við Tímann eftir leikinn. Arnór meiddist í seinni hálfleik og varð hann að yfir gefa völlinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég er búinn að vera slæmur í hnénu síðan í febrúar og forráðamenn Lokeren bönnuðu mér að leika þessa leiki gegn Englandi og Möltu. Ég hélt að þessi hvíld sem ég hef fengið undanfarið myndi nægja mér en svo hefur ekki verið," sagði Arnór fór ekki með íslenska liðinu til Möltu þar sem Ísland tapaði 2-1. Arnór spilaði í eitt tímabili til viðbótar með Lokeren en samdi svo við stórlið Anderlecht þar sem hann spilaði í sjö ár og varð meðal annars markakóngur í Belgíu tímabilið 1986-87. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var yfir í leiknum í meira en 45 mínútur þegar Englendingar voru síðast í Laugardalnum fyrir næstum því fjórum áratugum síðan. Arnór Guðjohnsen mátti í raun ekki spila með íslenska landsliðinu þegar Englendingar mættu síðast í Laugardalinn árið 1982 en stalst til þess og skoraði gott mark. Enska landsliðið hefur einu sinni áður spilað í Laugardalnum og það var fyrir meira en 38 árum síðan. Íslenska pressan var himinlifandi með frammistöðu íslensku landsliðsstrákanna í leiknum. Það var heil myndaröð af marki Arnórs á síðum DV.Skjámynd/DV af timarit.is Ísland mætir Englandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur en þetta er fyrsti leikur þjóðanna í Laugardalnum frá því í júní 1982. Englendingar náðu þá að jafna metin í seinni hálfleik eftir að Arnór Guðjohnsen hafði komið Íslandi í 1-0 á 23. mínútu. Arnór Guðjohnsen var þarna nýlega búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt en hafði engu að síður spilað sem atvinnumaður með Lokoren í Belgíu í að verða fjögur ár. Þetta var níundi landsleikur Arnórs og hann var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið. Markið skoraði Arnór eftir laglegan undirbúning frá Lárusi Guðmundssyni sem var þarna nýbúinn með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Þeir höfðu báðir stigið fyrstu skrefin í efstu deild saman með Víkingsliðinu sumarið 1978. „Íslenska liðið lék mjög vel, og verðskuldaði svo sannarlega þessi úrslit. Það var ekkert vanmat hjá okkur til. Við vissum vel að íslenska liðið var sterkt og gat leikið vel. Það er enginn landsleikur auðveldur. Þessi úrslit hljóta að verða lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu,“ sagði Bobby Robson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann stýrði enska liðinu í leiknum. Landsliðsþjálfarinn Ron Greenwood var með hinn hópinn í Finnlandi þar sem enska landsliðið spilað við finnska landsliðið daginn eftir. Leikmennirnir í leiknum á Íslandi voru þeir leikmenn sem voru að berjast um síðustu sætin í HM-hópnum. Íslenska knattspyrnusambandið sannfærði það enska um að skrá þennan leik sem A-landsleik þótt að Englendingar hafi ekki verið með sína bestu menn í þessum leik. Þetta var því fyrsti A-landsleikur Íslands og Englands. Bobby Robson átti síðan eftir að taka við enska landsliðinu eftir HM 1982 og undir hans stjórn fór liðið alla leið í undanúrslit á HM á Ítalíu átta árum síðar. Umfjöllun Þjóðviljans um leik Íslands og Englands var með annað sjónarhorn á mark Arnórs.Skjámynd/Þjóðviljinn af timarit.is „Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með markið sem ég skoraði" sagði Arnór Guðjohnsen við Tímann eftir leikinn. Arnór meiddist í seinni hálfleik og varð hann að yfir gefa völlinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Ég er búinn að vera slæmur í hnénu síðan í febrúar og forráðamenn Lokeren bönnuðu mér að leika þessa leiki gegn Englandi og Möltu. Ég hélt að þessi hvíld sem ég hef fengið undanfarið myndi nægja mér en svo hefur ekki verið," sagði Arnór fór ekki með íslenska liðinu til Möltu þar sem Ísland tapaði 2-1. Arnór spilaði í eitt tímabili til viðbótar með Lokeren en samdi svo við stórlið Anderlecht þar sem hann spilaði í sjö ár og varð meðal annars markakóngur í Belgíu tímabilið 1986-87. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira