Íslenski boltinn

Steini Hall­dórs: Það finnst öllum skemmti­legra að spila heldur en að æfa

Andri Már Eggertsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson telur að leikmenn vilji frekar spila en að æfa.
Þorsteinn Halldórsson telur að leikmenn vilji frekar spila en að æfa. vísir/valli

Síðasti leikur 13. umferðar í Pepsi Max deild kvenna var leikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Lauk honum með 4-0 sigri gestanna úr Kópavogi.

Þróttur R. byrjaði leikinn af krafti en eftir að Breiðablik komst 1-0 datt trúinn úr Þrótturunum sem endaði með að Blikarnir gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og unnu leikinn 4-0.

„Ég var ánægður með hvernig við svöruðum tapinu gegn Selfossi, það hafði getað komið mark miklu fyrr í leikinn þar sem Þróttur fengu mörg mjög góð færi til að skora ásamt okkur líka, en eftir að við komust yfir vorum við mjög góðar og gáfum nánast enginn færi á okkur í seinni hálfleik,” sagði Steini Halldórs sem hrósaði Þrótti fyrir sóknarleik sinn.

Sóknarleikur Þróttar var mjög góður þær þorðu að ráðast á vörn Blika sem gekk mjög vel sérstaklega fyrsta hálftíma leiksins.

„Fyrsta markið okkar dróg svoldið tennurnar úr þeim og hjálpaði það mikið til að komast yfir þá vorum við yfirvegaðari í okkar aðgerðum og var seinni hálfleikurinn okkar mjög góður,” sagði Steini Halldórs.

„Ég er alltaf mjög ánægður með að vinna því um það snýst þetta, spilamennskan okkar var góð á köflum og verðum við að halda áfram því það er stutt á milli leikja.”

Steini er spenntur fyrir komandi verkefnum sem eru mörg á næstu dögum hann ætlar að undirbúa liðið vel og passa upp á leikjaálagið en hann var jákvæður á næstu leiki því honum líkt og leikmönnunum finnst talsvert skemmtilegra að spila en að æfa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×