Lögreglan hefði þurft frekari styrkingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2020 12:02 Fangelsið á Akureyri er í sama húsi og lögreglustöðin vísir/vilhelm Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis. Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, segir að ljóst sé að lögreglan hefði þurft á frekari styrkingu að halda en þeim fjórum stöðugildum sem bætast við eftir að ákvörðun var tekin um að loka fangelsinu á Akureyri. Hún segist þó ánægð með að tekið hafið verið tillit til röksemda embættisins varðandi lokun fangelsisins. Í gær tilkynnti dómsmálaráðherra að tekin hafi verið ákvörðun um að loka fangelsinu. Ákvörðunin var upphaflega tekin í sumar en frestað eftir miklar mótbárur, víða úr samfélaginu. Einn bætist við útkallsvaktina Á sama tíma og fangelsið lokar verður húsnæðið þar sem það hefur verið til húsa endurnýjað og breytt til að mæta vaxandi húsnæðisþörf lögreglunnar. Minnst tveir sérsveitarmenn verði með fasta búsetu á Akureyri, í stað eins, og að tryggt verði að lögreglan geti nýtt sér úrræði til gæsluvarðhaldsvistar þegar þörf verður á, auk þess sem að fjögur stöðugildi bætast við, líkt og fyrr segir. Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra skrifar Páley örlítin pistil um breytingarnar og bendir þar á að boðuð aukning stöðugilda á svæðinu feli í sér að einum manni manni verði bætt við útkallsvakt lögreglu allan sólarhringinn, sem nemi 4 stöðugildum og kosti 62 milljónir króna. Um sé að ræða lágmarksstyringu samkvæmt áliti ríkislögreglustjóra. „Þegar ákvörðun var tekin í sumar var þessi styrking lögreglunnar ekki á borðinu og ekki hafði verið litið til þeirra áhrifa sem lokunin hefði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Fjögur stöðugildi er það sem ríkislögreglustjóri taldi í áliti sínu vera lágmarks styrking. Áður hefur embættið bent á að til þess að sinna föngum þurfa tveir lögreglumenn að fara inn úr útkallsliði en skammtímavistanir hjá embættinu eru um 300 á ári og er sá fjöldi nokkuð stöðugur á milli ára. Lögreglan hefði því þurft frekari styrkingu,“ skrifar Páley. Sérsveitarmaðurinn þegar tekinn til starfa Þá sé það mikils virði fyrir rannsóknir embættisins að tryggja eigi fullnægjandi gæsluvarðhaldsúrræði á Akureyri sem fangelsismálastofnun mannar og lýsir embættið yfir ánægju sinni með það, að því er fram kemur í pistli Páleyjar. Þá bendir hún einnig á að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hafi hvað fæsta lögreglumenn á bakvið hverja þúsund íbúa eða 1,7, á sama tíma og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi 3,9 þrátt fyrir að það sé landfræðilega minna og stutt sé í aðstoð frá öðrum lögregluliðum, líkt og Páley kemst að orði. Þá bendir hún að ákvörðun um að fjölga í sérsveitarliði á svæðinu um einn starfsmann hafi ekki verið tekin í tengslum við ákvörðun um lokun fangelsins, sá maður hafi þegar hafið störf. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hafa bæði farið fram á það við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að nefndin komi saman til þess að ræða ákvörðunina. Bendir Anna á að ótækt sé að ákvörðunin um að loka fangelsinu sé tekin án aðkomu Alþingis.
Lögreglan Akureyri Fangelsismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira