Innlent

Framlengja gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í húsinu er á sjötugsaldri.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í húsinu er á sjötugsaldri. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag manninn sem grunaður er um að hafa valdið brunanum á Bræðraborgarstíg í sumar í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn sem er á sjötugsaldri, mun vera í gæsluvarðhaldi til 18. september.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds í þágu rannsóknar embættisins á brunanum.

Kveikt var í húsinu að Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní. Þrír dóu í brunanum og er hann rannsakaður sem manndráp af ásetningi.

Tíu sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem dóu hafa skoðað að höfða bæði mál gegn manninum í gæsluvarðhaldi og eiganda hússins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×