Neville varði Greenwood og Foden: „Þeir þurfa væntumþykju“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2020 11:30 Phil Foden og Mason Greenwood var sparkað úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur. getty/Mike Egerton Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“ Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira
Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool Sjá meira
Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25
Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00
Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53
Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti