Íslandsbanki hlýtur Íslensku þekkingarverðlaunin 2020 en í ár en fulltrúar bankans tóku við verðlaununum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Bessastöðum í morgun.
Félag viðskipta- og hagfræðinga veitir verðlaunin en þau eru veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar hefur skarað fram úr á sviði sjálfbærrar þróunar.
Í tilkynningu frá FVH segir að við veitingu verðlaunanna hafi verið litið til þeirrar framtíðarsýnar sem fyrirtækið hafi sett sér varðandi sjálfbæra þróun, hvaða áhrif áhersla á sjálfbæra þróun hafi haft á reksturinn, hvaða aðgerða fyrirtækið hafi gripið til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna ásamt því að horfa til hvernig stjórnendur fyrirtækisins líti á umhverfis- og félagslega þætti hvað varðar hringrásarhagkerfið, jafnrétti og virðiskeðjuna.
Í dómnefnd sátu Hrefna Sigríður Briem frá Festu- miðstöð um samfélagslega ábyrgð, Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH og Þórarinn Hjálmarsson stjórnarmaður FVH.
Fjöldi tilnefninga barst en önnur fyrirtæki sem fengu viðurkenningu eru Krónan, Orka náttúrunnar og Ölgerðin.