Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun yfirvalda um að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. Þá telur hún ráðstafanir Íslands hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu. Hann spurði hvort að svo strangar aðgerðir á landamærunum væru virkilega nauðsynlegar. „Við sjáum auðvitað bara þau gögn sem fyrir liggja að annars vegar er faraldurinn í vexti alls staðar í kringum okkur og við erum að sjá fjölgun smita sem greinast á landamærum, bæði í fyrri og seinni skimun. Það eru þessi gögn sem eru undirstaða þeirrar ákvörðunar að framlengja þessar aðgerðir til 6. október og við auðvitað bindum vonir við að getum þá gripið til frekari tilslakana hér innanlands þannig að við séum að lágmarka innanlandsáhrifin af veirunni,“ sagði Katrín og hélt áfram: „Okkar frumskylda er auðvitað að vernda rétt fólks til lífs og heilsu og það hefur verið okkar leiðarljós í gegnum þennan faraldur allan en um leið að lágmarka þessi samfélagslegu og efnahagslegu áhrif. Við teljum það rétta ákvörðun núna að framlengja þessar aðgerðir en hins vegar er unnið að greiningu á hagrænum áhrifum sem við munum eiga von á í næstu viku. Það er sömuleiðis verið að fara yfir þetta lagaumhverfi allt saman og við eigum von á greiningu á því í þessum mánuði. Síðan erum við í samtali við ferðaþjónustuna að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar sem við getum þá nýtt til þess að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ sagði forsætisráðherra. Viðtal við hana í heild sinni um málið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Forsætisráðherra ræðir áframhaldandi aðgerðir á landamærunum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira