Staða barna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 21:31 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, segir að félagsleg staða barna af erlendum uppruna sem dvelja í athvarfinu slæma. vísir/Sigurjón Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa. Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Í fyrra komu alls 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, í dvöl í Kvenntaathvarfið með samtals 53 börn á aldrinum núll til sautján ára. Það sem af er ári hafa aðrar 35 erlendar konur, sem einnig voru mæður, dvalið í Kvennaathvarfinu, með 52 börn. Þessum mæðrum og börnum var ekki stætt að búa á heimili sínu vegna ofbeldis. Í nýrri rannsókn athvarfsins var staða þessara barna skoðuð. Tekin voru viðtöl við mæður 15 barna sem dvöldu í athvarfinu á tímabilinu 1.júní 2019 til 1. júní 2020. Í ljós kom að 47 prósent barnanna höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og 80 prósent barnanna hefði búið við andlegt ofbeldi af hálfu föður. „Þetta er alltaf faðrinn. Lang flest hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi alla ævi,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Þá var félagsleg staða barnanna slæm. „Almennt séð er félagsleg staða þessara barna ekkert sérstaklega góð. Þau eru ekki að fá vini heim með sér eftir skóla og þau eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum,“ segir Drífa. Þrjátíu prósent barnanna höfði aldrei fengið vin heim eftir skóla. Helmingur hafði ekki verið í skipulögðum íþrótum. Ekkert erlendu barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. „Það svona skýrir hvernig lífið þeirra er hvort sem það eru læti heima eða ég vil ekki fá neinn heim eða hvort sem það er búið að banna þeim að fá einhverjum heim, ég veit það ekki en það þarf að skoða það nánar," segir Drífa sem bendir á að finna þurfi leiðir til að bæða lífsgæði barnanna. Þar þurfi skólar, lögregla og barnavernd að standa saman. „Börn af erlendum uppruna sem koma í Kvennaathvarfið eru að flýja ofbeldi á heimili sínu og það þarf að taka þétt utan um þau til að rjúfa þennan ofbeldishring og koma þeim út úr þessum aðstæðum og bæta þeirra lífsgæði,“ segir Drífa.
Ofbeldi gegn börnum Innflytjendamál Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira