Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr Pepsi Max-deild karla í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn fagna. Þeir unnu dramatískan sigur á Íslandsmeisturum KR-inga í gær.
Stjörnumenn fagna. Þeir unnu dramatískan sigur á Íslandsmeisturum KR-inga í gær. vísir/hulda margrét

Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fimm í Pepsi Max-deild karla í gær. Síðasti leikur 16. umferðar fer fram í kvöld þegar Grótta tekur á móti Fjölni í nýliðaslag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Steven Lennon skoraði tvö mörk þegar FH sigraði Breiðablik, 3-1, í Kaplakrika. Lennon er markahæstur í Pepsi Max-deildinni með þrettán mörk. 

Atli Guðnason var einnig á skotskónum fyrir FH sem hefur unnið fimm af sjö deildarleikjum sínum síðan Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við liðinu. Viktor Karl Einarsson skoraði mark Breiðabliks.

Stjarnan vann endurkomusigur á KR, 1-2, á Meistaravöllum. Kristján Flóki Finnbogason kom KR-ingum yfir á 63. mínútu og allt stefndi í sigur KR.

Guðjón Baldvinsson kom inn á sem varamaður á 79. mínútu og sjö mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Daníel Laxdal. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Guðjón svo sigurmark Stjörnumanna sem eru enn ósigraðir í deildinni.

Topplið Vals vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið sigraði Víking, 2-0, á Origo-vellinum. Kantmennirnir Aron Bjarnason og Sigurður Egill Lárusson skoruðu mörk Valsmanna.

HK vann fjórða deildarsigurinn í röð á heimavelli þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 3-2. Ásgeir Marteinsson, Ólafur Örn Eyjólfsson og Jón Arnar Barðdal skoruðu mörk HK-inga sem komust upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Marcus Johannsson og Stefán Teitur Þórðarson skoruðu fyrir Skagamenn.

Þá vann KA Fylki á Greifavellinum með tveimur mörkum gegn engu. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Ásgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk KA-manna sem unnu þarna sinn annan sigur í sumar. KA var manni færri nær allan seinni hálfleikinn eftir að Sveinn Margeir Hauksson fékk sitt annað gula spjald. Undir lokin varði Kristijan Jajalo vítaspyrnu Valdimars Þórs Ingimundarsonar.

Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: FH 3-1 Breiðablik
Klippa: KR 1-2 Stjarnan
Klippa: Valur 2-0 Víkingur
Klippa: HK 3-2 ÍA
Klippa: KA 2-0 Fylkir

Tengdar fréttir

Arnar: Of margir okkar sem slökkva á sér á mikilvægum augnablikum

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings R. segir sumarið einfaldlega vonbrigði hjá liðinu. „Þetta er búið að vera „disaster“ frá því í KR-leiknum [í 4. umferð], stöngin út allan tímann,“ sagði Arnar eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×