Íslenski boltinn

Valgeir Lunddal orðaður við Strömsgödet

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson (t.h.) hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.
Valgeir Lunddal Friðriksson (t.h.) hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni. VÍSIR/DANÍEL

Norska félagið Strømsgodset er nýbúið að festa kaup á Valdimar Þór Ingimundarsyni, leikmanni Fylkis, og stefna á að næla í annan íslenskan leikmann. Það ku vera Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður Vals.

Þetta staðfesti Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max Stúkunni nú í kvöld.

Hinn 19 ára gamli Valgeir Lunddal hefur átt frábært sumar í vinstri bakverði Vals. Ásamt því að vera hluti af einni bestu vörn Pepsi Max deildarinnar þá hefur Valgeir skorað þrjú mörk.

Hjörvar Hafliðason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, þvertók fyrir það að Valgeir myndi fara út í þessum félagaskiptaglugga. 

Magnus Egilsson, færeyski vinstri bakvörðru Vals, er meiddur og þá segir Hjörvar að Valur hafi engan áhuga á að selja leikmann þegar Íslandsmeistaratitill er í augsýn. Valur er sem stendur á toppi Pepsi Max deildarinnar þegar mótið er rúmlega hálfnað.

Valur er með sjö stiga forystu á Stjörnuna sem á þó leik til góða.

Þá var verðið á Valgeiri rædd en talið er að Strømsgodset sé að bjóða rúmlega 15 milljónir króna fyrir leikmanninn. Eitthvað sem Hjörvar telur ekki vera nægilega mikið fyrir Val til að selja hann á þessum tímapunkti.


Tengdar fréttir

Valdimar á leið til Noregs

Fylkismaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson er á leiðinni til Noregs ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins, Hrafnkels Freys Ágústssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×