Gylfi Þór kominn í 100 marka klúbbinn á Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 22:00 Everton v Salford City - Carabao Cup Second Round LIVERPOOL ENGLAND - SEPTEMBER 16: Gylfi Sigurdsson of Everton celebrates his goal during the Carabao Cup Second Round match between Everton and Salford City at Goodison Park on September 16, 2020 in Liverpool, England. (Photo by Tony McArdle/Everton FC via Getty Images) Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira