Krefst þess að sóttvarnayfirvöld tali ekki í gátum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2020 15:20 Jóhann K. Jóhannsson hefur ekki lengi verið samskiptastjóri almannavarna en þegar er kominn reiðilestur frá framkvæmdastjóra SAF sem að honum snýr. Jóhannes Þór krefst þess að sóttvarnayfirvöld tali ekki í gátum. visir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, krefst þess að sóttvarparyfirvöld tali skýrt. Hann segist ekki lengur geta orða bundist, segir að í upplýsingagjöf um sóttvarnir sé mikilvægt að upplýsingar séu ekki loðnar og opnar fyrir túlkun. Á að loka öllum stöðum með vínveitingaleyfi? „Það hefur ítrekað gerst að það er ekki svo á upplýsingafundum síðustu mánaða og það hefur stundum valdið misskilningi, undarlegum sveigjum í opinberri umræðu og jafnvel óþarfa tjóni hjá rekstraraðilum,“ segir Jóhannes Þór. Og hann nefnir dæmi: „Nýjasta dæmið kom núna áðan, þar sem það er boðað að mögulega þurfi að loka „öllum vínveitingastöðum“ um næstu helgi. „Allir vínveitingastaðir“ eru skv. orðanna hljóðan allir staðir með leyfi með vínveitinga. Það eru hins vegar tvenns konar vínveitingaleyfi gefin út.“ Ráðvillt veitingafólk Framkvæmdastjórinn segir að í sínum ranni, það er ferðaþjónustunni, sitji veitingamenn nú og klóri sér í kollinum. „Yfir því hvort að öllum veitingastöðum á Íslandi verði lokað ef það er hægt að kaupa rauðvín með matnum á veitingastaðnum - semsagt í raun verði „öllum vínveitingastöðum“ lokað - eða hvort sóttvarnarlæknir er aðeins að vísa til þeirra staða sem í daglegu tali eru stundum kallaðir skemmtistaðir, og hann hefur áður lýst áhyggjum af. Hvort er það?“ Jóhannes Þór lýkur pistli sínum, sem hann birtir á Facebook, á því að óska eftir því að sóttvarnaryfirvöld taki nú loksins að nota réttar skilgreiningar yfir „ferðamenn“ í upplýsingagjöf sinni í stað þess að nota orðið ferðamenn almennt yfir alla komufarþega til landsins óháð því hvort þeir eiga heima á Íslandi eða ekki. Og Jóhannes Þór skorar á samskiptastjóra almannavarna, Jóhann K. Jóhannsson, og segir löngu tímabært að hann taki á þessu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, krefst þess að sóttvarparyfirvöld tali skýrt. Hann segist ekki lengur geta orða bundist, segir að í upplýsingagjöf um sóttvarnir sé mikilvægt að upplýsingar séu ekki loðnar og opnar fyrir túlkun. Á að loka öllum stöðum með vínveitingaleyfi? „Það hefur ítrekað gerst að það er ekki svo á upplýsingafundum síðustu mánaða og það hefur stundum valdið misskilningi, undarlegum sveigjum í opinberri umræðu og jafnvel óþarfa tjóni hjá rekstraraðilum,“ segir Jóhannes Þór. Og hann nefnir dæmi: „Nýjasta dæmið kom núna áðan, þar sem það er boðað að mögulega þurfi að loka „öllum vínveitingastöðum“ um næstu helgi. „Allir vínveitingastaðir“ eru skv. orðanna hljóðan allir staðir með leyfi með vínveitinga. Það eru hins vegar tvenns konar vínveitingaleyfi gefin út.“ Ráðvillt veitingafólk Framkvæmdastjórinn segir að í sínum ranni, það er ferðaþjónustunni, sitji veitingamenn nú og klóri sér í kollinum. „Yfir því hvort að öllum veitingastöðum á Íslandi verði lokað ef það er hægt að kaupa rauðvín með matnum á veitingastaðnum - semsagt í raun verði „öllum vínveitingastöðum“ lokað - eða hvort sóttvarnarlæknir er aðeins að vísa til þeirra staða sem í daglegu tali eru stundum kallaðir skemmtistaðir, og hann hefur áður lýst áhyggjum af. Hvort er það?“ Jóhannes Þór lýkur pistli sínum, sem hann birtir á Facebook, á því að óska eftir því að sóttvarnaryfirvöld taki nú loksins að nota réttar skilgreiningar yfir „ferðamenn“ í upplýsingagjöf sinni í stað þess að nota orðið ferðamenn almennt yfir alla komufarþega til landsins óháð því hvort þeir eiga heima á Íslandi eða ekki. Og Jóhannes Þór skorar á samskiptastjóra almannavarna, Jóhann K. Jóhannsson, og segir löngu tímabært að hann taki á þessu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira