Sóttvarnalæknir býst fastlega við hærri tölu á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 20:35 Víðtæk skimun er nú hafin fyrir kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk erfðagreining skimar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og heilsugæslan skimar í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, býst við því að fleiri greinist með kórónuveiruna í dag heldur en greindust í gær. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tilfinningu sinni vera þá að í dag hafi verið skimað mun meira fyrir veiruna en gert hefur verið undanfarið. Þórólfur vill þó ekki spá einhverri stórri bylgju af smitum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Kastljósi á RÚV í kvöld. Alls greindust 19 með kórónuveiruna innanlands í gær og voru aðeins sjö af þeim í sóttkví. Á þriðjudag greindust 13 með veiruna og var aðeins einn í sóttkví. Í Kastljósi var Þórólfur spurður hvort hann byggist við hærri tölu á morgun sem væru þá smit dagsins í dag. „Já, ég býst fastlega við því og ástæðan er sú að við erum að skima miklu meira. Það er verið að skima uppi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Það er verið að skima mjög víða núna í samfélaginu, á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það er mjög líklegt að við munum finna fleiri sem eru jafnvel einkennalausir eða einkennalitlir með veiruna. Þannig að ég býst alveg við því að við fáum hærri tölu og það verður að skoða tölurnar í því ljósi,“ sagði Þórólfur. Hann bætti við að þetta þýddi ekki endilega að veikindin séu útbreiddari heldur væri verið að fá betra yfirlit yfir stöðuna. Í dag mættu 740 í einkennasýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og 500 einkennalausir mættu til viðbótar. Íslensk erfðgreining skimaði þúsund manns í dag að því er fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grímuskylda mögulega tekin upp í framhaldsskólum og háskólum Þá sagði Þórólfur frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann ætli að leggja það til við heilbrigðisráðherra að börum og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun. Staðirnir yrðu þá lokaðir um helgina og staðan svo endurmetin eftir helgi. Þórólfur var spurður að því í Kastljósi hvort að harðari aðgerðir kæmu til greina. Hann sagði að það þyrfti að koma í ljós eftir því hvað kæmi út úr skimununum og hvernig faraldurinn þróast. Ef ástandið færi að versna mikið þá væru sóttvarnayfirvöld með aðrar aðgerðir uppi í erminni, til dæmis að fækka þeim sem mega koma saman og breyta eins metra reglunni. Sá tímapunktur er þó ekki kominn að sögn Þórólfs. Þá viðraði hann þá hugmynd að taka mögulega upp grímuskyldu í framhaldsskólum og háskólum við ákveðnar aðstæður. „Við höfum verið með leiðbeiningar um notkun á grímum í strætó og almenningssamgöngum þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra regluna og í ákveðinn tíma þá sé hægt að nota grímur. Niðurstöður úr rannsóknum á grímum sem hafa verið að koma nýlega þá er gagnsemin af grímum kannski meiri en menn héldu. Hún er kannski ekki bara gagnleg í því að koma í veg fyrir sýkingar heldur minnka magnið af veirunni sem við fáum í okkur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira