Hannes Þór Halldórsson: Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni Atli Arason skrifar 17. september 2020 07:15 Hannes Þór, markvörður Vals og íslenska landsliðsins. Mynd/Stöð 2 Sport Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var fullur sjálfstrausts í leikslok eftir 4-2 sigur Vals gegn ÍA á Akranesi í gær í Pepsi Max deild karla. „Mér líður ótrúlega vel. Þetta var mikilvægur og erfiður sigur fyrir okkur. Skagamenn eru með mjög flottan mannskap og það er erfitt að koma hingað. Það var mikið gólað, gargað og gjammað á hliðarlínunni í dag en það skilaði þeim ekki neinu inn á vellinum í dag og við kláruðum þetta og erum mjög ánægðir með það,“ sagði glaður Hannes Þór Halldórsson í viðtali eftir leik. Gólið, gargið og gjammið sem Hannes minnist á var sérstaklega hávært þegar Skagamenn töldu sig eiga að fá vítaspyrnu á 90 mínútu leiksins í stöðunni 2-3. Hannes telur að Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, hafi tekið rétta ákvörðun. „Ég er ekki viss um að ég hafi verið með besta útsýnið af því að frá mér séð þá hendir hann sér bara fyrir boltann með skrokkinn og mér sýnist boltinn enda í maganum á honum. Besta útsýnið hefur sennilega verið hinu megin frá því hann snýr baki í mig en frá mér séð þá var þetta aldrei hendi,“ sagði Hannes Þór um atvikið umdeilda. Sigurinn í gær er sá áttundi í röð hjá Valsmönnum sem hafa nú átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Aðspurður að því hvað það væri sem skóp þennan sigur í gær sagði Hannes: „Það er ýmislegt. Við erum með einstaklingsgæði þarna framarlega á vellinum en síðan erum við orðnir vanir því að vinna núna og erum með mikið sjálfstraust og þannig getum við siglt sigrum heim. Svo er þetta líka smá seigla því Skagamennirnir komu á okkur í lokin en við náum að standa það af okkur.“ Hannes lagði upp annað mark leiksins með þó smá aðstoð frá Skagamönnum sem flikka löngum bolta Hannesar áfram á Sigurð Egill sem skorar markið. Markvörðurinn reyndi var ekki í neinum vafa að hann ætti að fá stoðsendinguna skráða á sig. „Jú við verðum að gera það. Við lærðum þetta af Jóa Kalla, þetta er Skagaleiðinn. Langur bolti fram frá markmanni sem setur einhvern í gegn og skorar mark,“ sagði skælbrosandi Hannes Þór Halldórsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30 Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10 Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Jóhannes Karl: Virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í kvöld. 17. september 2020 21:30
Leikmaður ÍA jós fúkyrðum yfir dómara á samfélagsmiðli eftir svekkjandi tap Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, kallaði dómara leiks Skagamanna og Val öllum í kvöld illum nöfnum á Twitter eftir að leik lauk. 17. september 2020 20:10
Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. 17. september 2020 18:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti