Lyfjaframleiðendur vildu ekki senda „Trump kort“ til eldri borgara Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 13:58 Donald Trump og Mark Meadows. AP/Manuel Balce Ceneta Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og forsvarsmenn lyfjaframleiðanda voru nærri því að gera samkomulag um að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum þegar krafa frá hvíta húsinu stöðvaði viðræðurnar. Hvíta húsið krafðist þess að lyfjaframleiðendur sendu eldri borgurum Bandaríkjanna kort sem innihéldi hundrað dali. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, krafðist þess að kort þessi, sem hafa verið kölluð Trump kortin, yrði send út fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Samkvæmt heimildum New York Times vildu forsvarsmenn lyfjaframleiðenda ekki senda þessi kort út og þar með taka beinan þátt í kosningabaráttu Trump, sem á undir högg að sækja þessa dagana. Hvíta húsið hafði þó heitið því að kortin yrðu ekki merkt Donald Trump, forseta. Þegar ávísanir voru sendar til Bandaríkjamanna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, lét Trump setja nafn sitt á þær. Það var gert þrátt fyrir að um opinberar greiðslur úr ríkissjóði væri að ræða. Heimildarmenn NYT sögðu fyrirheit Hvíta hússins ekki duga til. Þeir hefðu ekki viljað að Trump hefði dregið þá upp á svið fyrir framan Hvíta húsið og sýnt stóra útgáfu af kortinu og peningunum sem senda átti til mikilvægs kjósendahóps. Lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum hafa lengi verið gagnrýndir fyrir hátt verð lyfja og þar á meðal hefur Trump hefur gagnrýnt þau harðlega. Trump vildi standa við kosningaloforð sitt og bæta stöðu sína meðal eldri borgara. Miðað við kannanir hafa þeir færst frá honum með faraldri nýju kórónuveirunnar. Lyfjafyrirtækin vildu bæta ímynd sína eftir mikla gagnrýni. Útlit er fyrir að Trump muni beita forsetatilskipun til þvinga fyrirtækin til að lækka lyfjaverð. Verðið yrði samkvæmt þeirri skipun tengt við verðið í öðrum löndum. Þessari tilskipun höfðu fyrirtækin mótmælt harðlega. Líklegast munu þau höfða mál og verulega ólíklegt er að málið verði útkljáð fyrir forsetakosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Sjá meira