Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 11:54 Þorbjörg Sigríður segir Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa staðið sig eins og íþróttamaður sem féll á lyfjaprófi í máli egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. Þorbjörg Sigríður Guðlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var mjög gagnrýnin á Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Hún segir hann sem sérstakan barnamálaráðherra hafa átt að kynna sér málið sérstaklega. „Við erum með ráðherra sem valdi sér þann titil sjálfur að kalla sig barnamálaráðherra og hans hlutverk innan ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera annað heldur en annarra ráðherra í því samhengi,“ sagði Þorbjörg. „Ég hef séð hann svara með þeim hætti í fjölmiðlum að hann treysti niðurstöðunum, hafi ekki lesið málið og allt þetta. Mér finnst þetta nánast vera eins og íþróttamaður sem fellur á lyfjaprófi,“ bætti hún við. Helga Vala Helgadóttir segir nauðsynlegt að meta mál fjölskyldna út frá hagsmunum barnanna. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tók heils hugar undir þetta. Þá sagði hún að meta ætti út frá hagsmunum barnanna, ekki hagsmunum foreldra. „Það sem ég sakna hjá íslenskum stjórnvöldum er að þau horfi fyrst og fremst, í samræmi við það sem stendur í stjórnarskrá, í samræmi við það sem stendur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu og barnalögum, sem við erum öll með lögfest hér á landi að það sé fyrst og fremst horft á aðstæður barna þegar mál eru skoðuð,“ sagði Helga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði því og sagði alltaf litið til hagsmuna barnanna. Það hafi líka verið gert í þessu máli. „Já, við lítum alltaf til hagsmuna barna og það hafa verið settar sérstakar reglur til dæmis hjá kærunefndinni um hvernig skoða eigi málefni barna út frá börnunum sjálfum.“ Var það gert í þessu tilviki? „Já, það var gert í þessu máli,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áslaugu, Þorbjörgu og Helgu Völu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent