Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 12:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. Nokkuð fleiri greindust með veiruna í gær en í fyrradag, eða þrjátíu og átta manns, samanborið við þrjátíu daginn áður, og var helmingur þeirra í sóttkví. Enn má tengja nokkurn hluta smita við skemmtistaði. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búast megi við sveiflum á milli daga á næstunni. „En maður vill sjá tilhneiginguna fara niður. En ég held að það geti tekið svolítinn tíma. Þetta er ekki svona eins og í vetur, þar sem þetta fer hratt niður, alveg klárlega. Ástæðan er sú að í fyrsta lagi eru margir í sóttkví og það eru einstaklingar sem hafa verið útsettir og gætu átt eftir að veikjast. Síðan veit maður að þetta er það útbreitt, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er þetta að greinast á einstaka stöðum. Þannig þetta mun taka lengri tíma,“ segir hann. Hann segir ekki útlit fyrir þörf á hertum aðgerðum í bili og telur að bíða megi með frekari fjöldartakmarkanir eða lokanir. Sóttvarnalæknir segir að forgangsraða þurfi í sýnatöku í dag.Vísir/Vilhelm „Í fyrsta lagi erum við ekki að sjá alvarleg veikindi og það gefur okkur vonir um að við þurfum ekki að grípa til mjög harðra aðgerða. Svo erum við með mjög góða yfirsýn út frá rakningunni um það hvernig tilfellin tengjast,“ segir Þórólfur. Tekin voru um 4.300 sýni í gær og enn er mikil umfram eftirspurn í sýntöku. Því má búast við að allt að fimm þúsund sýni verði tekin í dag. Þórólfur ítrekar að fólk með einkenni hafi forgang, og segir tilefni til að benda á að fyrirtæki eigi ekki að senda einkennalaust starfsfólk í sýnatöku. Einnig eigi fólk ekki að gefa upp tilbúin einkenni þegar sýnataka er bókuð í gegnum heilsuveru.is, til þess eins að komast að. „Sýnatakan er ekki ótakmörkuð auðlind og við þurfum að forgangsraða í þetta í dag. Vonandi þurfum við ekki að taka þessa pöntunarþjónustu hjá heilsuveru úr sambandi. En við gætum þurft að breyta fyrirkomulaginu ef þetta ætlar að stefna í óefni. Þá verðum við að gera eitthvað annað til að tryggja að fólk með einkenni komist í sýnatöku," segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira