Hannes Högni nýr prófessor Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 14:35 Hannes Högni Vilhjálmsson. HR Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Í tilkynningu frá HR segir að Hannes Högni sé virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. „Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis. „Hannes Högni stundar þverfaglegar rannsóknir við Gervigreindarsetur HR, með áherslu á hönnun, smíði og hagnýtingu félagslegra sýndarvera og gagnvirks sýndarveruleika. Hann leiddi meðal annars alþjóðlegan stýrihóp um stöðlun stýringar á samskiptahegðun vitvera, og er í forsvari fyrir fastanefnd helstu ráðstefnu um rannsóknir á því sviði „ACM International Conference on Intelligent Virtual Agents“. Hannes Högni hefur birt yfir 70 ritrýndar greinar, með um 5500 tilvísanir, stýrt fjölda styrktra rannsóknaverkefna og haft umsjón með yfir 35 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Auk rannsókna og kennslu, hefur Hannes Högni verið atkvæðamikill í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er meðal stofnenda Alelo Inc. í Kaliforníu, sem hefur unnið að þróun og nýtingu félagslegra vitvera í tungumálakennslu síðan 2005 og er nú með hálfa milljón notenda í yfir 25 löndum. Hann var einnig meðal stofnenda Mind Games ehf, sem var fyrst fyrirtækja með heilabylgjustýrða leiki á Apple Store. Hann er nú hluti teymisins á bakvið Envralys, nýja þjónustu sem nýtir sýndarveruleika til að mæla sálræn áhrif manngerðs umhverfis á fólk, áður en framkvæmdir hefjast. Að auki hefur Hannes Högni gegnt ráðgjafahlutverki hjá fjölda sprota sem vaxið hafa úr háskólaumhverfinu. Hannes Högni lauk doktorsprófi í Miðlunarlistum og -vísindum frá MIT - Massachusetts Institute of Technology árið 2003 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1994. Áður en Hannes Högni kom til starfa í Háskólanum í Reykjavík árið 2006, starfaði hann sem vísindamaður hjá University of Southern California, þar sem hann hafði yfirumsjón með tækniþróun verkefnis sem nýtti tölvuleikjatækni og gervigreind við tungumálakennslu, en verkefnið hlaut tækniafreksverðlaun DARPA árið 2005,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Í tilkynningu frá HR segir að Hannes Högni sé virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafi vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. „Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis. „Hannes Högni stundar þverfaglegar rannsóknir við Gervigreindarsetur HR, með áherslu á hönnun, smíði og hagnýtingu félagslegra sýndarvera og gagnvirks sýndarveruleika. Hann leiddi meðal annars alþjóðlegan stýrihóp um stöðlun stýringar á samskiptahegðun vitvera, og er í forsvari fyrir fastanefnd helstu ráðstefnu um rannsóknir á því sviði „ACM International Conference on Intelligent Virtual Agents“. Hannes Högni hefur birt yfir 70 ritrýndar greinar, með um 5500 tilvísanir, stýrt fjölda styrktra rannsóknaverkefna og haft umsjón með yfir 35 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi. Auk rannsókna og kennslu, hefur Hannes Högni verið atkvæðamikill í nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Hann er meðal stofnenda Alelo Inc. í Kaliforníu, sem hefur unnið að þróun og nýtingu félagslegra vitvera í tungumálakennslu síðan 2005 og er nú með hálfa milljón notenda í yfir 25 löndum. Hann var einnig meðal stofnenda Mind Games ehf, sem var fyrst fyrirtækja með heilabylgjustýrða leiki á Apple Store. Hann er nú hluti teymisins á bakvið Envralys, nýja þjónustu sem nýtir sýndarveruleika til að mæla sálræn áhrif manngerðs umhverfis á fólk, áður en framkvæmdir hefjast. Að auki hefur Hannes Högni gegnt ráðgjafahlutverki hjá fjölda sprota sem vaxið hafa úr háskólaumhverfinu. Hannes Högni lauk doktorsprófi í Miðlunarlistum og -vísindum frá MIT - Massachusetts Institute of Technology árið 2003 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1997. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1994. Áður en Hannes Högni kom til starfa í Háskólanum í Reykjavík árið 2006, starfaði hann sem vísindamaður hjá University of Southern California, þar sem hann hafði yfirumsjón með tækniþróun verkefnis sem nýtti tölvuleikjatækni og gervigreind við tungumálakennslu, en verkefnið hlaut tækniafreksverðlaun DARPA árið 2005,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira