Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2020 15:14 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að fólk með einkenni sé í forgangi varðandi sýnatöku. Vísir/Vilhelm Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33