Nýliðar Gróttu náðu stigi á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. september 2020 18:39 Þjálfarateymi Gróttu að störfum í dag. Vísir/Hulda Margrét KA-menn fengu nýliða Gróttu í heimsókn í 3.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilið í dag og úr varð hörkuleikur en bæði lið hafa verið í hnífjöfnum leikjum í upphafi móts og á því varð engin breyting í dag. Seltirningar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins en KA-mönnum tókst að ná yfirhöndinni á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Nýliðarnir gerðu hins vegar vel í að jafna leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok og því náðu KA-menn ekki að svara. Lokatölur 25-25. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði KA-manna með 9 mörk en Ólafur Brim Stefánsson og Andri Þór Helgason gerðu 5 mörk hvor fyrir Gróttu. Arnar Daði: Strákanir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki „Ég veit ekki hvernig mér líður akkúrat núna. Við höfum náttúrulega verið í spennutrylli í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrsta leiknum töpum við og síðan í lokinn á síðasta leik hefðum við geta unnið. Núna skorum við mark á lokasekúndunum þegar við erum marki undir þannig að ég er ekki beint svekktur en samt svekktur að fá ekki tvö stig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í leikslok. „Spilamennskan var upp og ofan. Mér fannst hún ekki frábær en við hverju má búast þetta er bara hörkuleikur. Strákarnir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta í.“ „Þetta er svolítið uppskriftin frá því í síðustu leikjum. Í fyrstu þremur leikjunum höfum við komist yfir og ég held að staðan sé búinn að vera 13-11 í öllum leikjunum okkar hingað til í hálfleik en að sama skapi í fyrsta skipti í vetur lendum við undir þegar 10 mínútur eru eftir og er þá að elta síðustu mínúturnar. Strákarnir svöruðu því prófi að gefast ekki upp þrátt fyrir að vera undir. Við tökum það út úr þessu að við brotnuðum ekki og náðum í þetta stig, fyrir mér er það bara stórt hrós á strákanna sem nýliðar í efstu deild.“ „Ég var nú aðallega að fá einhverjar nýjar reglur á hreint. Þetta var bara gott spjall, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ „Ég er ánægður með heildar frammistöðuna en við hefðum viljað vera með fleiri stig miða við frammistöðuna í þessum fyrstu þremur leikjum en það tekur enginn af okkur frammistöðuna og það tekur enginn af okkur þessi fyrstu tvö stig sem við erum kominn með. Við leitum samt ennþá að fyrsta sigrinum. Við ætluðum að ná í hann núna en það er þá bara spurning hvenær hann kemur.“ Jónatan: Ég hefði viljað tvö stig „Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað tvö stig. Þetta var kaflaskipt. Varnarlega varð þetta betra eftir því sem leið á en við erum í miklu basli sóknarlega að mér fannst allan leikinn,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA í leikslok. „Það er vont að vera að elta og við svo sem náðum að koma til baka. Svo náum við frumkvæðinu og vorum með það undir restina þannig að það var karakter í því hjá okkur sem er gott á heimavelli með stuðning frá okkar áhorfendum. Ég er svekktur með að við erum í basli allann leikinn en náum að snúa því okkur í hag en endum með aðeins eitt stig. „Við tökum ekkert af Gróttuliðinu. Þeir spiluðu vel og mér fannst þeir ná að halda tempóinu. Ég hefði viljað að við hefðum náð að hlaupa betur á þá.“ „Árni Bragi spilaði vel í dag og dróg vagninn sóknarlega. Það voru margir í mínu liði sem áttu ekki daginn sóknarlega. Hann stóð sig vel og vonandi heldur hann því áfram.“ „Mér fannst ekkert um þá dómgæslu. Svabbi dómari fannst markmaðurinn minn hafa varið hann. Hann hefði aldrei dæmt það nema að hann hefði séð það eða fundist það. Þannig það er ekkert um það að segja.“ Olís-deild karla Grótta KA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
KA-menn fengu nýliða Gróttu í heimsókn í 3.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilið í dag og úr varð hörkuleikur en bæði lið hafa verið í hnífjöfnum leikjum í upphafi móts og á því varð engin breyting í dag. Seltirningar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins en KA-mönnum tókst að ná yfirhöndinni á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Nýliðarnir gerðu hins vegar vel í að jafna leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok og því náðu KA-menn ekki að svara. Lokatölur 25-25. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði KA-manna með 9 mörk en Ólafur Brim Stefánsson og Andri Þór Helgason gerðu 5 mörk hvor fyrir Gróttu. Arnar Daði: Strákanir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki „Ég veit ekki hvernig mér líður akkúrat núna. Við höfum náttúrulega verið í spennutrylli í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrsta leiknum töpum við og síðan í lokinn á síðasta leik hefðum við geta unnið. Núna skorum við mark á lokasekúndunum þegar við erum marki undir þannig að ég er ekki beint svekktur en samt svekktur að fá ekki tvö stig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í leikslok. „Spilamennskan var upp og ofan. Mér fannst hún ekki frábær en við hverju má búast þetta er bara hörkuleikur. Strákarnir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta í.“ „Þetta er svolítið uppskriftin frá því í síðustu leikjum. Í fyrstu þremur leikjunum höfum við komist yfir og ég held að staðan sé búinn að vera 13-11 í öllum leikjunum okkar hingað til í hálfleik en að sama skapi í fyrsta skipti í vetur lendum við undir þegar 10 mínútur eru eftir og er þá að elta síðustu mínúturnar. Strákarnir svöruðu því prófi að gefast ekki upp þrátt fyrir að vera undir. Við tökum það út úr þessu að við brotnuðum ekki og náðum í þetta stig, fyrir mér er það bara stórt hrós á strákanna sem nýliðar í efstu deild.“ „Ég var nú aðallega að fá einhverjar nýjar reglur á hreint. Þetta var bara gott spjall, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ „Ég er ánægður með heildar frammistöðuna en við hefðum viljað vera með fleiri stig miða við frammistöðuna í þessum fyrstu þremur leikjum en það tekur enginn af okkur frammistöðuna og það tekur enginn af okkur þessi fyrstu tvö stig sem við erum kominn með. Við leitum samt ennþá að fyrsta sigrinum. Við ætluðum að ná í hann núna en það er þá bara spurning hvenær hann kemur.“ Jónatan: Ég hefði viljað tvö stig „Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað tvö stig. Þetta var kaflaskipt. Varnarlega varð þetta betra eftir því sem leið á en við erum í miklu basli sóknarlega að mér fannst allan leikinn,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA í leikslok. „Það er vont að vera að elta og við svo sem náðum að koma til baka. Svo náum við frumkvæðinu og vorum með það undir restina þannig að það var karakter í því hjá okkur sem er gott á heimavelli með stuðning frá okkar áhorfendum. Ég er svekktur með að við erum í basli allann leikinn en náum að snúa því okkur í hag en endum með aðeins eitt stig. „Við tökum ekkert af Gróttuliðinu. Þeir spiluðu vel og mér fannst þeir ná að halda tempóinu. Ég hefði viljað að við hefðum náð að hlaupa betur á þá.“ „Árni Bragi spilaði vel í dag og dróg vagninn sóknarlega. Það voru margir í mínu liði sem áttu ekki daginn sóknarlega. Hann stóð sig vel og vonandi heldur hann því áfram.“ „Mér fannst ekkert um þá dómgæslu. Svabbi dómari fannst markmaðurinn minn hafa varið hann. Hann hefði aldrei dæmt það nema að hann hefði séð það eða fundist það. Þannig það er ekkert um það að segja.“
Olís-deild karla Grótta KA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira