Japanski „Twitter-morðinginn“ játar að hafa myrt níu manns Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 08:19 Réttarhöld í máli Takahiro Shiraishi hófust í gær. EPA Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Japan Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Japan Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira