ÍBV hefur fengið línumanninn Svein José Rivera að láni frá Aftureldingu og gildir samningurinn til loka nýhafins keppnistímabils í Olís-deildinni í handbolta.
Sveinn er 22 ára gamall og uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með Gróttu. Hann lék með Aftureldingu á síðustu leiktíð og skoraði 37 mörk í 20 deildarleikjum.
Á Facebook-síðu ÍBV er bent á að Sveinn sé einn af „tengdasonum Vestmannaeyja“ þar sem hann sé unnusti Þóru Guðnýjar Arnarsdóttur sem sneri heim til Eyja nú í haust frá Aftureldingu. Þau hafi nýverið keypt sér hús í Eyjum.
Sveinn José til ÍBV! Sveinn José Rivera er genginn til liðs við ÍBV frá Aftureldingu á lánssamningi út...
Posted by ÍBV Handbolti on Fimmtudagur, 1. október 2020