Fjölnir lagði Íslandsmeistara Vals | KR í vondum málum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 20:30 Keira Robinson var allt í öllu í liði Skallagríms í kvöld. Vísir/Daniel Thor Tveimur leikjum af þeim þremur sem fara fram í Domino´s deild kvenna í dag er nú lokið. Skallagrímur vann KR með fjögurra stiga mun í dag, 74-71. Þá töpuðu Íslandsmeistarar Vals óvænt fyrir Fjölni í Grafarvogi. Er þetta annað tap Íslandsmeistaranna í röð en þeim var hins vegar dæmdur sigur gegn Blikum vegna þess að Blikar notuðu leikmann sem átti að vera í banni. Skallargrímur byrjar af krafti Bikarmeistarar Skallagríms – sem unnu KR í úrslitum á síðustu leiktíð – gerðu góða ferð í Vesturbæinn þar sem þeir lögðu KR í DHL-höllinni í 2. umferð Domino´s deild kvenna í körfubolta í dag. KR-ingar voru í góðri stöðu fyrir síðasta fjórðung leiksins og leiddu með átta stigum, staðan þá 66-58. Það fór hins vegar allt í baklás, gestirnir gengu á lagið og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 71-75. Keira Robinson var allt í öllu í liði Skallagríms en hún gerði 35 stig ásamt því að taka 16 fráköst í liði Skallagríms. Þá gerði Embla Kristínardóttir tíu stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Í liði KR var Annika Holopainen atkvæðamest, hún skoraði 24 stig og tók tíu fráköst. Fjölnir óstöðvandi í upphafi móts Þá töpuðu Íslandsmeistarar Vals óvænt fyrir Fjölni á útivelli. Lokatölur í Grafarvogi 71-60 Fjölni í vil. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og mikill munur milli leikhluta. Segja má að þriðji leikhluti hafi farið með Valsstúlkur í kvöld en þær skoruðu aðeins sex stig. Þeim tókst ekki að grafa sig upp úr þeirri holu og vann Fjölnir verðskuldað. Lina Pikciuté var atkvæðamest í liði Fjölnis með 29 stig og 16 fráköst. Þar á eftir kom Ariana Moorer með 15 stig og 15 fráköst. Hjá Val var Hallveig Jónsdóttir stigahæst með 20 stig. Fjölnir trónir á toppi deildarinnar en þær hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa á leiktíðinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna KR Fjölnir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Tveimur leikjum af þeim þremur sem fara fram í Domino´s deild kvenna í dag er nú lokið. Skallagrímur vann KR með fjögurra stiga mun í dag, 74-71. Þá töpuðu Íslandsmeistarar Vals óvænt fyrir Fjölni í Grafarvogi. Er þetta annað tap Íslandsmeistaranna í röð en þeim var hins vegar dæmdur sigur gegn Blikum vegna þess að Blikar notuðu leikmann sem átti að vera í banni. Skallargrímur byrjar af krafti Bikarmeistarar Skallagríms – sem unnu KR í úrslitum á síðustu leiktíð – gerðu góða ferð í Vesturbæinn þar sem þeir lögðu KR í DHL-höllinni í 2. umferð Domino´s deild kvenna í körfubolta í dag. KR-ingar voru í góðri stöðu fyrir síðasta fjórðung leiksins og leiddu með átta stigum, staðan þá 66-58. Það fór hins vegar allt í baklás, gestirnir gengu á lagið og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, lokatölur 71-75. Keira Robinson var allt í öllu í liði Skallagríms en hún gerði 35 stig ásamt því að taka 16 fráköst í liði Skallagríms. Þá gerði Embla Kristínardóttir tíu stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Í liði KR var Annika Holopainen atkvæðamest, hún skoraði 24 stig og tók tíu fráköst. Fjölnir óstöðvandi í upphafi móts Þá töpuðu Íslandsmeistarar Vals óvænt fyrir Fjölni á útivelli. Lokatölur í Grafarvogi 71-60 Fjölni í vil. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og mikill munur milli leikhluta. Segja má að þriðji leikhluti hafi farið með Valsstúlkur í kvöld en þær skoruðu aðeins sex stig. Þeim tókst ekki að grafa sig upp úr þeirri holu og vann Fjölnir verðskuldað. Lina Pikciuté var atkvæðamest í liði Fjölnis með 29 stig og 16 fráköst. Þar á eftir kom Ariana Moorer með 15 stig og 15 fráköst. Hjá Val var Hallveig Jónsdóttir stigahæst með 20 stig. Fjölnir trónir á toppi deildarinnar en þær hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa á leiktíðinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna KR Fjölnir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira