Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2020 07:00 Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is Vísir/Vilhelm „Þegar fyrsta bylgja COVID reið yfir sáum við meðalaldur nýrra viðskipavina rísa mjög hratt. Þannig var meðalaldur nýrra viðskiptavina 36.2 ár í janúar en hækkaði í 44.5 ár í mars,“ segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is um áhrif kórónufaraldursins á netverslun. „Og elstu nýju viðskiptavinirnir voru á níræðisaldri,“ segir Guðmundur. Að hans sögn er þróunin sambærileg nú þegar þriðja bylgja faraldursins er að ganga yfir. „Það er greinilegt að fólk kann að meta að geta verslað innan veggja heimilisins á þessum tímum,“ segir Guðmundur. Guðmundur rekur Heimkaup.is sem nú býður upp á um fimmtíu þúsund vörunúmer. Guðmundur spáir því að þetta úrval muni aukast á næstu misserum og segir marga horfa á lyf og áfengi. Í dag og í fyrramálið rýnir Atvinnulífið á Vísi í þróun netverslunar í kjölfar kórónufaraldursins. Tekin verða til umfjöllunar þrjú dæmi um netverslun ólíkra fyrirtækja og hvaða þýðingu hún hefur nú þegar kórónufaraldur hefur öllu breytt. Hér er fyrsta viðtalið af þremur. Í kjölfar Covid: Matarinnkaup og afþreying Guðmundur segir stóru breytinguna í kjölfar kórónufaraldursins felast í matarinnkaupum. Í þeim efnum hafi margir tekið fyrstu skrefin á síðustu mánuðum. ,,Það kann að koma einhverjum á óvart en stærstu flokkarnir eru ferskvara. Ávextir, grænmeti, kjöt og fiskur,“ segir Guðmundur og bætir við: ,,Það er með öðrum orðum greinilegt að fólk treystir okkur fyrir því að velja fyrir sig þessar viðkvæmu vörur og við leggjum líka gríðarlega mikið upp úr gæðunum.“ Þá segir Guðmundur augljóst að með hertum samkomureglum, þurfi fólk að hafa meira ofan af fyrir sér. Annað sem við sjáum er að fólki vantar afþreyingu. Þannig seljum við gríðarlega mikið af sjónvörpum og svo hafa spil og púsl selst meira en við höfum séð áður,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir háskólanema kaupa námsbækur á netinu í mun meira mæli en áður en að það skýrist af fleiru en fjárnámi. „Þar að baki eru nokkrir hlutir. Meira fjarnám, hærri umhverfisvitund og svo hafa skiptimarkaðir með bækur trúlega ekki átt uppá pallborðið hjá mörgum,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir viðskiptavini gera kröfur um meiri hraða og sveigjanleika í afhendingu pantana.Vísir/Vilhelm Sendillinn inn fyrir útidyrnar Þegar Guðmundur er spurður um hvernig hann sjái fyrir sér þróun netverslunar nefnir hann strax aukna þjónustu. ,,Þegar við lítum út fyrir landsteinana er það tvennt sem stendur upp úr þegar kemur að þróun netverslunar. Viðskiptavinir vilja meiri hraða í afhendingu og fjölbreyttari afhendingarmöguleika. Þar með talið að geta hleypt sendlinum inn með vörurnar þegar þú ert ekki heima,“ segir Guðmundur. Hann segir það mögulega geta komið sumum spánskt fyrir sjónir að hleypa sendlinum inn á heimilin þegar fólk er ekki heima. Hins vegar séu það ákveðin þægindi að þurfa ekki að passa upp á að vera heima þegar pöntun er afhent. „Vörurnar bíða þín fyrir innan útidyrahurðina þegar þú kemur heim,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er tækniþróun mjög mikil og hröð hjá netverslunum. Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir mikil tækniþróun á sér stað hjá fyrirtækjum eins og okkar. Það þarf sterka tækniinnviði til þess að geta tekið við þúsundum pantana á tugum þúsunda stykkja, týnt þessar pantanir saman og skilað þeim á réttum tíma til viðskiptavina,“ segir Guðmundur og bætir við: „Kröfur viðskiptavina aukast stöðugt og þess vegna er þróunin stanslaus til að mæta þeim.“ Þá segir Guðmundur að fólki finnist þægilegt að versla á netinu þar sem hægt er að kaupa ólíkar vörur með einum smelli. Vörukaupin geti verið allt frá matarinnkaupum í maskara fyrir augnhár eða tölvutöskur. „Það eru spennandi tímar framundan í netverslun og alveg ljóst að COVID hefur hent okkur að minnsta kosti tvö til þrjú ár fram í tímann“ segir Guðmundur að lokum. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira
„Þegar fyrsta bylgja COVID reið yfir sáum við meðalaldur nýrra viðskipavina rísa mjög hratt. Þannig var meðalaldur nýrra viðskiptavina 36.2 ár í janúar en hækkaði í 44.5 ár í mars,“ segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is um áhrif kórónufaraldursins á netverslun. „Og elstu nýju viðskiptavinirnir voru á níræðisaldri,“ segir Guðmundur. Að hans sögn er þróunin sambærileg nú þegar þriðja bylgja faraldursins er að ganga yfir. „Það er greinilegt að fólk kann að meta að geta verslað innan veggja heimilisins á þessum tímum,“ segir Guðmundur. Guðmundur rekur Heimkaup.is sem nú býður upp á um fimmtíu þúsund vörunúmer. Guðmundur spáir því að þetta úrval muni aukast á næstu misserum og segir marga horfa á lyf og áfengi. Í dag og í fyrramálið rýnir Atvinnulífið á Vísi í þróun netverslunar í kjölfar kórónufaraldursins. Tekin verða til umfjöllunar þrjú dæmi um netverslun ólíkra fyrirtækja og hvaða þýðingu hún hefur nú þegar kórónufaraldur hefur öllu breytt. Hér er fyrsta viðtalið af þremur. Í kjölfar Covid: Matarinnkaup og afþreying Guðmundur segir stóru breytinguna í kjölfar kórónufaraldursins felast í matarinnkaupum. Í þeim efnum hafi margir tekið fyrstu skrefin á síðustu mánuðum. ,,Það kann að koma einhverjum á óvart en stærstu flokkarnir eru ferskvara. Ávextir, grænmeti, kjöt og fiskur,“ segir Guðmundur og bætir við: ,,Það er með öðrum orðum greinilegt að fólk treystir okkur fyrir því að velja fyrir sig þessar viðkvæmu vörur og við leggjum líka gríðarlega mikið upp úr gæðunum.“ Þá segir Guðmundur augljóst að með hertum samkomureglum, þurfi fólk að hafa meira ofan af fyrir sér. Annað sem við sjáum er að fólki vantar afþreyingu. Þannig seljum við gríðarlega mikið af sjónvörpum og svo hafa spil og púsl selst meira en við höfum séð áður,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir háskólanema kaupa námsbækur á netinu í mun meira mæli en áður en að það skýrist af fleiru en fjárnámi. „Þar að baki eru nokkrir hlutir. Meira fjarnám, hærri umhverfisvitund og svo hafa skiptimarkaðir með bækur trúlega ekki átt uppá pallborðið hjá mörgum,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir viðskiptavini gera kröfur um meiri hraða og sveigjanleika í afhendingu pantana.Vísir/Vilhelm Sendillinn inn fyrir útidyrnar Þegar Guðmundur er spurður um hvernig hann sjái fyrir sér þróun netverslunar nefnir hann strax aukna þjónustu. ,,Þegar við lítum út fyrir landsteinana er það tvennt sem stendur upp úr þegar kemur að þróun netverslunar. Viðskiptavinir vilja meiri hraða í afhendingu og fjölbreyttari afhendingarmöguleika. Þar með talið að geta hleypt sendlinum inn með vörurnar þegar þú ert ekki heima,“ segir Guðmundur. Hann segir það mögulega geta komið sumum spánskt fyrir sjónir að hleypa sendlinum inn á heimilin þegar fólk er ekki heima. Hins vegar séu það ákveðin þægindi að þurfa ekki að passa upp á að vera heima þegar pöntun er afhent. „Vörurnar bíða þín fyrir innan útidyrahurðina þegar þú kemur heim,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er tækniþróun mjög mikil og hröð hjá netverslunum. Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir mikil tækniþróun á sér stað hjá fyrirtækjum eins og okkar. Það þarf sterka tækniinnviði til þess að geta tekið við þúsundum pantana á tugum þúsunda stykkja, týnt þessar pantanir saman og skilað þeim á réttum tíma til viðskiptavina,“ segir Guðmundur og bætir við: „Kröfur viðskiptavina aukast stöðugt og þess vegna er þróunin stanslaus til að mæta þeim.“ Þá segir Guðmundur að fólki finnist þægilegt að versla á netinu þar sem hægt er að kaupa ólíkar vörur með einum smelli. Vörukaupin geti verið allt frá matarinnkaupum í maskara fyrir augnhár eða tölvutöskur. „Það eru spennandi tímar framundan í netverslun og alveg ljóst að COVID hefur hent okkur að minnsta kosti tvö til þrjú ár fram í tímann“ segir Guðmundur að lokum.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Questhjónin: Hélt að mamma sín væri endanlega búin að missa það Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Sjá meira