Innlent

Skriður geta fallið í og við skriðusárið næstu klukkutímana

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aurskriðan stöðvaðist við bæjarhól skammt frá íbúðarhúsinu á Gilsá II. Sérfræðingar Veðurstofunnar mættu á vettvang til að meta umfang aurskriðunnar.
Aurskriðan stöðvaðist við bæjarhól skammt frá íbúðarhúsinu á Gilsá II. Sérfræðingar Veðurstofunnar mættu á vettvang til að meta umfang aurskriðunnar. Vísir/Tryggvi

Stærðarinnar aurskriða sem féll rétt fyrir klukkan 11 í morgun ofan við Gilsá í Eyjafirði er talin vera um 200 m breið. Úthlaupslengdin talin tæpir 1700 m og fallhæðin um 700 m.

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru á vettvang skriðunnar í Eyjafirði í dag til að meta umfang hennar.

Ekki var þó talið óhætt að fara of nálægt skriðunni í ljósi þess að enn er töluverð hreyfing í hlíðunum og því hafa ekki verið gerðar nákvæmar mælingar á skriðunni.

Skriðan er ekki talin vera vísbending um aukna skriðhættu á svæðinu en skriður geta fallið í og við skriðusárið næstu klukkutímana og jafnvel daga.

Sérfræðingar frá Veðurstofunni munu snúa aftur á vettvang á morgun til að safna frekari gögnum.


Tengdar fréttir

„Svaka­legar drunur“

Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×