Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 20:02 Rúnar Svavarsson er formaður Hnefaleikafélags Kópavogs. Á sjötta tug kórónuveirusmita hafa verið rekin til félagsins. Samsett Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54
Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23