Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 7. október 2020 07:00 Frá viðburðinum í Rósagarðinum 26. september. Fjöldi manns kom þar saman vegna tilnefningar Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara og er talið að rekja megi hópsmitið í Hvíta húsinu til viðburðarins. Getty/Jabin Botsford Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira