Segir aðeins tíu leikmenn rúmenska hópsins hafa fengið niðurstöður úr skimun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2020 19:06 Nicolae Stanciu finnst athugavert hversu fáir leikmenn rúmenska landsliðshópsins hafi fengið niðurstöður úr skimun við Covid-19. Alex Nicodim/Getty Images Nicolae Claudiu Stanciu, leikmaður Slavia Prag í Tékklandi sem og rúmenska landsliðsins sem mætir Íslandi annað kvöld, segir að enn hafi ekki allir leikmenn liðsins fengið niðurstöður úr skimun við Covid-19 sem liðið fór í við komuna hingað til lands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Stanciu við rúmenska fjölmiðla fyrir leikinn á morgun. Leikurinn er hluti af umspili fyrir sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. „Það hafa ekki allir fengið niðurstöður úr skimuninni sem við fórum í,“ sagði Stanciu við blaðamenn í kvöld. Fyrr í dag hafði rúmenska liðið neitað að gefa upp hvort einhver leikmaður liðsins hefði greinst með kórónuveiruna við komuna hingað til lands. Hinn 27 ára gamli Stanciu er einn þeirra tíu leikmanna sem hafa fengið niðurstöðu, hann – líkt og hinir níu sem - er ekki smitaður. Leikmaðurinn telur mögulegt að um sé að ræða sálfræðihernað af hálfu íslenska liðsins. Að láta leikmenn bíða eftir niðurstöðum valdi þeim vanlíðan og áhyggjum. Þeim var sagt að það tæki fjóra til átta klukkustundir að fá niðurstöður en nú, næstum sólahring síðar, hefðu aðeins tíu leikmenn fengið niðurstöður. Stanciu hefur átt fast sæti í liði Rúmeníu síðan árið 2016. Alls hefur hann leikið 39 A-landsleiki og skorað í þeim tíu mörk. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Nicolae Claudiu Stanciu, leikmaður Slavia Prag í Tékklandi sem og rúmenska landsliðsins sem mætir Íslandi annað kvöld, segir að enn hafi ekki allir leikmenn liðsins fengið niðurstöður úr skimun við Covid-19 sem liðið fór í við komuna hingað til lands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Stanciu við rúmenska fjölmiðla fyrir leikinn á morgun. Leikurinn er hluti af umspili fyrir sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. „Það hafa ekki allir fengið niðurstöður úr skimuninni sem við fórum í,“ sagði Stanciu við blaðamenn í kvöld. Fyrr í dag hafði rúmenska liðið neitað að gefa upp hvort einhver leikmaður liðsins hefði greinst með kórónuveiruna við komuna hingað til lands. Hinn 27 ára gamli Stanciu er einn þeirra tíu leikmanna sem hafa fengið niðurstöðu, hann – líkt og hinir níu sem - er ekki smitaður. Leikmaðurinn telur mögulegt að um sé að ræða sálfræðihernað af hálfu íslenska liðsins. Að láta leikmenn bíða eftir niðurstöðum valdi þeim vanlíðan og áhyggjum. Þeim var sagt að það tæki fjóra til átta klukkustundir að fá niðurstöður en nú, næstum sólahring síðar, hefðu aðeins tíu leikmenn fengið niðurstöður. Stanciu hefur átt fast sæti í liði Rúmeníu síðan árið 2016. Alls hefur hann leikið 39 A-landsleiki og skorað í þeim tíu mörk. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti