Innlent

Eldur í lyftara á vöru­lager í Súðar­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Vörulagerinn sem um ræðir er við Súðarvog í Reykjavík.
Vörulagerinn sem um ræðir er við Súðarvog í Reykjavík. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið var kallað út um klukkan fjögur í nótt eftir að eldur kom upp í lyftara innanhúss á vörulager í Súðarvogi í Reykjavík í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði gekk vel að slökkva eldinn og reykræsta lagerinn.

Í færslu á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kemur fram að sjúkraflutningamenn hafi sinnt 124 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn á höfuðborgarsvæðinu.

Þar af hafi verið 23 forgangsflutningar og þrjátíu verkefni tengd Covid-19. Þá hafi verið farið í fjögur brunaútköll, þar sem þrjú voru minniháttar en það fjórða eldurinn í Súðarvogi.

Slökkvilið vill minna alla á að fara varlega og huga vel að sóttvörnum í því ástandi sem nú ríkir.

Góðan dag. Síðasti sólarhringur var ansi annasamur hjá okkur við sinntum 124 sjúkraflutningum þar af voru 23...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Wednesday, 7 October 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×