Gylfi: Danir voru miklu betri Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. október 2020 21:19 Gylfi í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06
Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43
Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41