Fjárveitingar til umhverfismála aukist um 47% Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. október 2020 13:31 Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hálendisþjóðgarður Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Sumir segja að pólitík skipti ekki máli. En ég er ekki sammála því. Undir forystu Vinstri grænna hefur verið gripið til aðgerða á grundvelli vandaðra áætlana í málefnum sem áður fengu takmarkaða athygli stjórnvalda eins og loftslagsmálum, plastmengun og vernduðum svæðum. Aðgerðir í orkuskiptum og úrgangsmálum eru farnar að skila okkur árangri í loftslagsmálum, friðlýstum svæðum hefur verið fjölgað og innviðir þeirra styrktir til muna, meðal annars með aukinni landvörslu. Aðgerðir til varnar plastmengun og matarsóun eru núna mikilvægur hluti af innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En öllu máli skiptir að fjármagn fylgir þessum stefnum og áætlunum þannig að hægt hefur verið að hrinda þeim í framkvæmd með tilheyrandi árangri. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok árs 2017. Á tímabilinu 2017 til og með árinu 2021 munu framlög úr ríkissjóði til umhverfismála hafa aukist um 47%, á verðlagi ársins 2020. Það er næstum því helmings aukning. Í liðinni viku var fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 lögð fram á Alþingi og á árinu 2021 verður heildarfjárheimild til umhverfismála rúmir 24 milljarðar. Aldrei hefur meira fjármagn runnið til umhverfismála sem er til marks um skýra áherslu ríkisstjórnarinnar á þann málaflokk. Milljarða aukning til loftslagsmála Fjármunir til loftslagsmála hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu hafa aukist um samtals 13,9 milljarða króna frá 2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3 milljarða króna aukningu sem fram er sett í nýútkominni fjármálaáætlun og er til komin vegna fjárfestingaátaks ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru hvorki talin með gjöld og skattar sem ríkið verður af vegna grænna skattaafslátta né fjárfestingar í samgöngubótum eins og göngu- og hjólastígum eða Borgarlínu. Auknu fjármagni til loftslagsmála er ætlað að hraða orkuskiptum í samgöngum og haftengdri starfsemi, stuðla að nýsköpun og aukinni kolefnisbindingu með meira umfangi uppgræðslu, endurheimt vistkerfa og nýskógrækt. Áframhaldandi efling náttúruverndar Fjármunum til fjölbreyttra verkefna í þágu náttúruverndar og sjálfbærrar nýtingar verður varið til áframhaldandi uppbyggingar innviða og landvörslu um land allt en 10,5 milljörðum króna hefur verið varið aukalega til náttúruverndar í tíð þessarar ríkisstjórnar. Til þess að fylgja eftir áformum stjórnvalda um stofnun Hálendisþjóðgarðs verður tæpum 3,3 milljörðum króna varið til hans sérstaklega á árunum 2021-2025 með uppbyggingu innviða og rekstri. Vörnum gegn snjóflóðum flýtt um 20 ár Við munum öll hvernig náttúruöflin léku okkur síðasta vetur. Sem viðbragð við því skipaði ríkisstjórnin átakshóp um úrbætur í innviðum. Átakshópurinn skilaði af sér fjölmörgum tillögum í lok febrúar en meðal þeirra úrbóta sem hópurinn lagði til var að hraða uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land. Á næsta ári verður 2,7 milljörðum króna varið til þessa verkefnis og alls 13,4 milljörðum króna fram til ársins 2025. Markmiðið er að uppbyggingu þeirra verði lokið árið 2030 og að fullnægjandi öryggi íbúa landsins gegn ofanflóðum verði tryggt. Áður stefndi í að þessu markmiði yrði ekki lokið fyrr en upp úr 2050. Plastmengun, matarsóun og textíll Á næsta ári er ráðgert að ráðstafa 500 milljónum króna til eflingar hringrásarhagkerfisins, þar sem meðal annars verður ráðist gegn matarsóun, plastmengun og sóun á textíl. Fram til þessa hefur maðurinn gengið allt of nærri jörðinni og auðlindum hennar. Við þurfum að tryggja ábyrga framleiðslu- og neysluhætti og í því er efling hringrásarhagkerfis lykilatriði. Með því að koma hráefnum í hringrás og auka áherslu á endurnýtingu og endurvinnnslu komum við í veg fyrir myndun úrgangs. Þannig drögum við líka úr losun gróðurhúsalofttegunda, þess vegna er efling hringrásarhagkerfis mikilvægt loftslagsmál. Styrkir til fráveitu sveitarfélaga Í fjármálaáætlun 2021-2025 er jafnframt gert ráð fyrir að 2,8 milljörðum verði varið til úrbóta í fráveitumálum á tímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og eru þessar fjárveitingar liður í því. Viðsnúningur Viðsnúningur hefur orðið í umhverfismálum á kjörtímabilinu og þar skiptir miklu máli að fjárframlög hafa aukist jafnt og þétt til málaflokksins. Fjármálaáætlun 2021-2025 sýnir áframhaldandi aukningu. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar