Fótbolti

Ætlar ekki að bæta við manni í stað Skov Olsen sem brotnaði á Laugardalsvelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andreas Skov verst hér Alberti Guðmundssyni á Laugardalsvelli í gær áður en sá fyrr nefndi meiddist.
Andreas Skov verst hér Alberti Guðmundssyni á Laugardalsvelli í gær áður en sá fyrr nefndi meiddist. vísir/vilhelm

Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, hyggst ekki kalla á annan leikmann í stað Andreas Skov Olsen.

Olsen meiddist á Laugardalsvelli í gærkvöldi en undir lok leik Íslands og Danmerkur var Andreas Skov borinn af velli.

Síðar meir var hann fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl en þar kom í ljós að hann brotið bein í hryggjarlið.

Hjulmand segir að það sé ekki á dagskránni að kalla á nýjan mann inn í stað Andreas og segir að þetta sé leiðinlegt fyrir Olsen sem hefur byrjað vel með Bologna á leiktíðinni.

Danir mæta Englendingum á Wembley á miðvikudagskvöldið en á sama tíma mætir Ísland liði Belgíu á Laugardalsvelli.

Hann verður frá í allt að sex vikur en hann er samherji Andra Fannars Baldurssonar hjá Bologna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×