Sport

Dagskráin í dag: Belgar mæta á Laugardalsvöll

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísland - Rúmenía umspil EM 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét
Ísland - Rúmenía umspil EM 2020. Ljósmynd/ Hulda Margrét

Síðasti leikurinn í þriggja leikja törn íslenska landsliðsins í knattspyrnu fer fram í dag þegar liðið í efsta sæti heimslistans mætir á Laugardalsvöll.

Klukkan 17.45 hefst upphitun fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni. Belgar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Englandi um helgina á meðan Ísland beið lægri hlut gegn Danmörku. Það verður á brattann að sækja fyrir strákana okkar í kvöld en íslenska liðið er án fjölda lykilmanna.

Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 18.45 og að leik loknum verður leikurinn greindur í þaula.

Stöð 2 Sport 2

Við sýnum leik Englands og Danmerkur beint klukkan 18.45. Ef fólk hefur fengið nóg af íslenska liðinu er hægt að sjá hinn leikinn í riðli okkar Íslendinga. England hefur nú unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli á meðan Danir hafa unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli.

Að leik loknum, klukkan 20.45, hefst Markaþáttur Þjóðadeildarinnar Evrópu þar sem farið verður yfir öll mörk kvöldsins.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×