Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten 14. október 2020 10:12 Smitten er nýtt íslenkst stefnumóta-app sem slegið hefur í gegn. Stofnendur appsins vonast til þess að Smitten verði stærra en Tinder Nýtt íslenskt stefnumóta-app, Smitten, leit dagsins ljós nú á dögunum. Appið, sem svipar jafnvel meira til tölvuleiks en stefnumóta-apps, hefur heldur betur fallið í kramið hjá Íslendingum en nú strax á fyrstu vikunum skipta notendur þúsundum. Hægt er að nálgast appið hér. „Smitten er einfalt app í sjálfu sér. Þú færð allt að 40 manns í einu og velur þá sem þér líkar við og hafnar þeim sem þú telur að séu ekki fyrir þig. Raunar setur þú þá sem þú hafnar í ruslatunnuna. Ef þú líkar við einhvern og hann eða hún líkar þig til baka opnast fyrir spjall sem rennur út eftir viku. Eftir það hverfur manneskjan, nema þið hafið bæði ákveðið að framlengja spjallið," útskýrir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Prófílarnir á Smitten eru til þess gerðir að þú fáir smjörþefinn af því hver manneskjan er. Til þess að geta notað appið þarft þú að setja inn 3 myndir af þér og svara nokkrum spurningum en einnig getur þú sett inn svokallaða topp 3 lista. „Við erum með yfir 100 lista um allt milli himins og jarðar. Þú getur sagt hver uppáhalds podcöstin þín eru, hver uppáhalds maturinn þinn er og jafnvel skrýtnustu staði sem þú hefur stundað kynlíf á,” segir Davíð Örn. Stofnendurnir telja sig geta unnið Tinder með nýja appinu. „Það erfiðasta sem stefnumóta-apps notendur standa frammi fyrir er að byrja samtal eftir að tengingu hefur verið komið á. Oft er lítið um haldbært efni sem má nota til þess að brjóta ísinn, en á Smitten eru sérstakir ísbrjótar sem gera þér lífið auðveldara í þeim efnum. Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af ísbrjótum en sá allra vinsælasti er Guessary, en í einföldu máli færðu tækifæri til að giska á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Þannig getur þú sem dæmi giskað hvort manneskjan borði ananas á pizzu, hvort viðkomandi hafi einhverntímann verið handtekinn, eða hafi verið ástfanginn áður” segir Davíð Örn. Á næstu vikum eigum við eftir að sjá glænýja fítusa birtast í appinu, en markmiðið er að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-app sem völ er á. Notendur sem hafa nú þegar sótt appið hafa ekki farið varhluta af þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað á fyrstu dögunum og vikunum. „Smitten á að vera lifandi vara og breytast með tímanum. Ef þú prufar appið og kemur svo aftur inn nokkrum vikum eða mánuðum síðar, þá er upplifunin ólíklega sú sama. Þessi mikla áhersla á að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-appið, krefst þess að við séum skapandi og leyfum okkur að gera ýmsar sniðugar útfærslur sem ekki sjást á öðrum öppum” segir Davíð. Stefnan er sett á að leggja undir sig Skandinavíu á næstu vikum og mánuðum, en þar eru tækifæri, líkt og á Íslandi, fyrir stefnumóta-app eins og Smitten. Hægt er að sækja appið bæði á App Storeog Google Play Ástin og lífið Kynlíf Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira
Nýtt íslenskt stefnumóta-app, Smitten, leit dagsins ljós nú á dögunum. Appið, sem svipar jafnvel meira til tölvuleiks en stefnumóta-apps, hefur heldur betur fallið í kramið hjá Íslendingum en nú strax á fyrstu vikunum skipta notendur þúsundum. Hægt er að nálgast appið hér. „Smitten er einfalt app í sjálfu sér. Þú færð allt að 40 manns í einu og velur þá sem þér líkar við og hafnar þeim sem þú telur að séu ekki fyrir þig. Raunar setur þú þá sem þú hafnar í ruslatunnuna. Ef þú líkar við einhvern og hann eða hún líkar þig til baka opnast fyrir spjall sem rennur út eftir viku. Eftir það hverfur manneskjan, nema þið hafið bæði ákveðið að framlengja spjallið," útskýrir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Prófílarnir á Smitten eru til þess gerðir að þú fáir smjörþefinn af því hver manneskjan er. Til þess að geta notað appið þarft þú að setja inn 3 myndir af þér og svara nokkrum spurningum en einnig getur þú sett inn svokallaða topp 3 lista. „Við erum með yfir 100 lista um allt milli himins og jarðar. Þú getur sagt hver uppáhalds podcöstin þín eru, hver uppáhalds maturinn þinn er og jafnvel skrýtnustu staði sem þú hefur stundað kynlíf á,” segir Davíð Örn. Stofnendurnir telja sig geta unnið Tinder með nýja appinu. „Það erfiðasta sem stefnumóta-apps notendur standa frammi fyrir er að byrja samtal eftir að tengingu hefur verið komið á. Oft er lítið um haldbært efni sem má nota til þess að brjóta ísinn, en á Smitten eru sérstakir ísbrjótar sem gera þér lífið auðveldara í þeim efnum. Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af ísbrjótum en sá allra vinsælasti er Guessary, en í einföldu máli færðu tækifæri til að giska á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Þannig getur þú sem dæmi giskað hvort manneskjan borði ananas á pizzu, hvort viðkomandi hafi einhverntímann verið handtekinn, eða hafi verið ástfanginn áður” segir Davíð Örn. Á næstu vikum eigum við eftir að sjá glænýja fítusa birtast í appinu, en markmiðið er að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-app sem völ er á. Notendur sem hafa nú þegar sótt appið hafa ekki farið varhluta af þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað á fyrstu dögunum og vikunum. „Smitten á að vera lifandi vara og breytast með tímanum. Ef þú prufar appið og kemur svo aftur inn nokkrum vikum eða mánuðum síðar, þá er upplifunin ólíklega sú sama. Þessi mikla áhersla á að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-appið, krefst þess að við séum skapandi og leyfum okkur að gera ýmsar sniðugar útfærslur sem ekki sjást á öðrum öppum” segir Davíð. Stefnan er sett á að leggja undir sig Skandinavíu á næstu vikum og mánuðum, en þar eru tækifæri, líkt og á Íslandi, fyrir stefnumóta-app eins og Smitten. Hægt er að sækja appið bæði á App Storeog Google Play
Ástin og lífið Kynlíf Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira