Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 09:30 Soyuz-2.1a eldflaug bar Soyuz MS-17 geimfarið á braut um jörðu. AP/Roscosmos Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA.
Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira