Fótbolti

Willum spilaði i sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
willumssynir

Íslenski knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE Borisov þegar liðið fékk Vitebsk í heimsókn í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Willum fékk að líta gula spjaldið eftir hálftíma leik en skömmu fyrir leikhlé kom Maksim Skavysh BATE í forystu. 

Willum var skipt af velli á 50.mínútu.

Þrjú mörk voru skoruð áður en yfir lauk en leiknum lauk með 3-1 sigri BATE sem er nú með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×