Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 11:00 Eiður Smári Guðjohnsen fór frá Chelsea til Barcelona og var hluti af einu albesta knattspyrnuliði allra tíma. Getty/Mike Egerton Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“