Innlent

Fyrirtæki í verslunarrekstri segir upp 35

Birgir Olgeirsson skrifar
Vinnumálastofnun hefur fengið tvær tilkynningar um hópuppsagnir í október. 
Vinnumálastofnun hefur fengið tvær tilkynningar um hópuppsagnir í október.  Vísir/Hanna

Fyrirtæki í verslunarrekstri hefur sagt um 35 manns. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fyrirtækið hafa tilkynnt þessa hópuppsögn í dag. 

Í gærkvöldi barst Vinnumálastofnun tilkynning frá fyrirtæki í veitingageiranum um hópuppsögn, en 36 var sagt þar upp störfum.

Því er ljóst nú að tvær tilkynningar um hópuppsagnir hafa borist Vinnumálastofnun í októbermánuði. Líklegt tilkynningar um hópuppsagnir verði orðnar fleiri annað kvöld, á síðasta virka degi októbermánaðar.

Í september bárust Vinnumálastofnun níu tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 324 starfsmönnum var sagt upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×